Síða 1 af 1

Spurningar um Win Pro64

Sent: Mið 02. Nóv 2005 19:18
af dýfa
Var á windows síðuni og sá að þeir voru að koma með Win Pro64 og langar að vita hvort það væri sniðugt að fá svona þegar þetta kemur eða hvort þetta sé bara fyrri fyrirtæki eða eitthvað.
Nokkrar spurningar.
1.Mun tölvan ekki vinna miklu hraðar ef maður er með svona 64bita örgjava?

2.Verður hægt að nota alla gömlu leikina og forritin með þessu?

3.Hvenar kemur WinPro64 út á íslandi?

Sent: Mið 02. Nóv 2005 20:31
af DoRi-
1. jú ég held það en er hinsvegar ekki alveg viss

2. Kannski, kannski ekki, það þekkist mikið að hafa Driver vandamál með Win64, ne ég held að "Compability" mode ætti að redda flestum leikjum

3. ég held að það sé komið það er bara minna notað en Winxp Home/Pro, athugaðu hja http://www.microsoft.com/iceland/

Sent: Mið 02. Nóv 2005 21:49
af Stutturdreki
1. Já og nei. Tölvan getur unnið með stærri gögn í einu en vinnur endilega ekki hraðar. Efast um að þetta breyti neinu nema ef þú ert með td. SQL Server eða Oracle.

2. Já, átt að geta keyrt allt 32bita dótið á 64 bita örgjörva. Held það sé stillingar atriði en þá ertu náttúrulega ekki að nýta örgjörvan.

3. WinXP Pro 64bita er til í búðum (td. hjá computer.is)