Vesen á 9 ára Linksys EA2700 router, kaupa nýjan?
Sent: Lau 02. Okt 2021 11:17
Fyrir stuttu síðan var routerinn minn með eitthvað vesen, port forward var eitthvað mjög hægvirkt svo ég fékk stundum timeout á tengingu við vefþjón á tölvunni (Apache). Ég talaði við Nova en þau fundu ekkert vandamál á tengingunni og eftir að ég gerði factory reset á router og setti allt upp aftur þá lagaðist það. En svo um daginn þá fór netið eitthvað að detta út og eftir að ég var búinn að prófa að endurræsa router og ljósleiðaraboxið margoft án árangurs þá spjallaði ég aftur við Nova en þau sáu ekkert vandamál á tengingunni svo það var frekar augljóst að routerinn var að klikka. Síðan þá hef ég reynt að komast að því hvað er að en ég bara kemst engan veginn inná routerinn og síminn og fartölvan finna þráðlausa netið ekki lengur. Ég held að routerinn sé mögulega fastur í einhverri endurræsingahringrás, ég sé amk. tölvuna ná tengingu í augnablik en missa það svo og það gerist endalaust.
Einhver sem kannast við svona vandamál? Get ég gert eitthvað til að laga þetta eða á ég bara að kaupa nýjan router?
Einhver sem kannast við svona vandamál? Get ég gert eitthvað til að laga þetta eða á ég bara að kaupa nýjan router?