Backup og tenging á milli Ubuntu og Windows
Sent: Fös 11. Jún 2021 09:49
Ég er algjör byrjandi þegar kemur að linux og FreeNAS en ég var með tvær fikt vélar, eina á FreeNAS sem ég notaði sem gagnageymslu og svo er ég með eina linux vél sem keyrir á Ubuntu. Ég var að reyna að nota þetta saman sem einhverskonar media server en ég var ekki alveg að fíla vesenið á að láta allt virka saman svo ég dumpaði FreeNAS vélinni og setti alla diskana í Ubuntu vélina og setti upp LVM. Þetta er ekki sett upp í neitt sérstakt raid (held ég, er enn að læra á þetta) heldur eru diskarnir saman sem ein heild. En vandamálið við það er backup, þetta er í bland gögn sem ég vil ekki missa og gögn sem yrði vesen að ná í aftur við gagnamissi.
Ég hef því tvær spurningar, hvað væri ráðlagt að gera sem backup á Ubuntu? Einnig langar mig mikið til að fikta með iSCSI til að tengja þá sem drif á Win tölvunni minni, ég gæti þá mögulega notað Backblaze fyrir drifin en ég finn fáa guidea til að búa til host á Ubuntu og tengja það við Windows. Einhverjar uppástungur með það?
Takk.
Ég hef því tvær spurningar, hvað væri ráðlagt að gera sem backup á Ubuntu? Einnig langar mig mikið til að fikta með iSCSI til að tengja þá sem drif á Win tölvunni minni, ég gæti þá mögulega notað Backblaze fyrir drifin en ég finn fáa guidea til að búa til host á Ubuntu og tengja það við Windows. Einhverjar uppástungur með það?
Takk.