Voffinn skrifaði:...
Ég verð að taka undir með MezzUp, það lítur nú einmitt bara útfyrir að þetta sé síða fyrir .Net forritara, .net faviconið, sérstakt forum fyrir ".NET User Group Iceland", fljót á litið virðast allir póstarnir vera um .Net, C#, asp..
Ef þú skoðar "Active topics" þá sérðu að af 13 nýjustu umræðuefnum er ekkert um .Net heldur er þetta bara almennt um forritun eða upplýsingartækni.
Það er stefna ishug.is að vera umræðuvettvangur um allt sem tengist forritun sama hvort það er um .net eða ekki. Það vantar bara fleiri skráða notendur sem eru að nota eitthva annað en .Net og að þeir pósti einhverjum pælingum og spurningum um það sem þeir eru að fást við.
Ég get fullvissað þig um það að það er fullt af notendurm þarna sem eru klárir í java, c++, delphi og öðru slíku sem er meir en tilbúnir að aðstoða eða ræða málin ef það kom þannig póstar þar inn.
Skora á þig hér með að koma með einhverja pósta um eitthvað annað en .Net og sjá hvort þú fáir ekki einhverjar umræður um það.
Það er engin ástæða að fara að stofna sér hópa þarna um delphi ef það koma svo engin innlegg um delphi. Ef hins vegar það koma margir Delphi póstar þá er minnsta mál að bæta við hóp um það.
Vilezhout skrifaði:...
Því dýpra sem menn sökkva sér í þetta er líklegra að menn taki upp á því að læra ný forritunarmál.
Eða er ég bara eitthvað að bulla og allir muni festast í .net forritun og reyna að auka notagildi hina ýmsu viðskiptalausna frá microsoft
Já það er rétt - því lengur sem maður er í þessum bransa þeim mun áhugasamari verður maður að kynna sér nýja hluti og hvernig önnur forritunarmál virka.
Það sem menn verða að átta sig á líka er að það skiptir ekki öllu máli í hvaða forritunarmáli verið er að vinna - það eru nokkurn vegin sömu vandamál sem menn verða að glíma við. Það sem sagt er um .Net getur oft alveg eins átt við um Java - sjáðu til dæmis þráðinn um NHibernate - það er rammi sem er upphaflega skrifaður fyrir java en einhver portaði svo yfir í .Net.
Skora bara á ykkur að taka þátt hvort sem það er um .net eða eitthvað annað og sjá hvort það leiði ekki af sér skemmtilegar og fróðlegar umræður.
ishug.is er hugsaður fyrir öll forritunarmál - það breytist ekki.
Palm