Síða 1 af 1
Heims server
Sent: Mið 05. Maí 2021 15:24
af Durzo_Blint1990
Er að búa til heima server í fyrsata skifti til að geima og back up efni sem ég hef verið að taka upp og er að pæla hvaða kerfi væri best fyrir það. Það eina sem ég veit um er trueNAS en sá að sumir voru ekki að mæla með því er eitthvað annað sem er líka frítt eða er trueNAS bara málið ?
Re: Heims server
Sent: Mið 05. Maí 2021 16:27
af Uncredible
Ég nota Unraid til að keyra Plex server, Minecraft server og Valheim server.
Einnig nota ég Unraid til að geyma myndir og annað sem ég vill ekki glata.
Góða við Unraid er að þú getur fengið frítt trial til að prófa það. Ég byrjaði á trialinu og prófaði mig áfram.
Annars kostar það 59$ fyrir minnsta pakkann. Mér finnst það vel þess virði.
Hefur virkað mjög vel fyrir mig, allt mjög einfailt og helling af leiðbeiningum online ef maður stoppar einhver staðar.
Re: Heims server
Sent: Mið 05. Maí 2021 18:05
af oliuntitled
Getur skoðað OpenMediaVault líka, ég endaði á að velja það fyrir mínar þarfir.
Er að keyra plex ásamt öllu aukadótinu á því og network shares ... er samt ekki að keyra redundancy þar sem ég þarf ekki slíkt fyrir mitt use case.
Re: Heims server
Sent: Fim 06. Maí 2021 09:42
af TheAdder
Ég er að keyra TrueNAS hjá mér, Plex, leikjaserverar og backup. Líkar mjög vel við það.
Re: Heims server
Sent: Mán 10. Maí 2021 12:20
af Sydney
Ég er að keyra serverinn minn á nokkuð standard Debian stýrikerfi með RAID6 í gegnum mdadm, 6x4TB diskar. Old school, en svín virkar. Nota hann aðallega fyrir Plex og gagnageymslu.
Re: Heims server
Sent: Mán 10. Maí 2021 18:28
af Hjaltiatla
Truenas er flóknara að læra á en er mjög gott. Undraid er mjög gott kerfi en er með leyfi á bakvið kerfið sem ég persónulega fýla ekki.
Hægt er að setja upp linux file server (lendir þá í að þurfa að edita config skrár fyrir SMB share og þess háttar) sem er líka þrusu fínt.
Windows 10/windows server vél sett upp sem file server er eflaust einfaldasta lausnin. Þarft ekki meira en flakkara eða innværa diska tengda við vélina og getur notað GUI til að stilla File share og NTFS réttindi fyrir notendur.Gætir síðan sett upp Rclone og keyrt reglulega Scheduled task og bakkað upp mikilvægustu gögnin þín í eitthvað af þessum skýjaþjónustum.
https://rclone.org/overview/Edit: Til ansi margar File backup hugbúnaðalausnir sem henta við mismunandi aðstæður (fer líka eftir því hvaða stýrikerif þú ert að afrita).