FLoC
Sent: Lau 24. Apr 2021 03:32
Ef þið eruð ennþá að nota Chrome...
https://vivaldi.com/blog/no-google-vivaldi-users-will-not-get-floced/
https://vivaldi.com/blog/no-google-vivaldi-users-will-not-get-floced/
Þú getur notað google dót í öðrum vöfrum sko. Bara loggar þig inn í Gmail og þá hefurðu aðgang að öllu. Eða hvað ertu að meina?vesi skrifaði:Nennir einhver að útskýra þetta fyrir mér?
Er þetta svo mikil breyting frá því sem er nú þegar gert?
Fyrir mér er þetta meiriháttar vesen að hætta notast við google.
Það snýr ekki bara að chrome, heldur nánast allt sem ég geri er tengt google með beinum eða óbeinum hætti. Ef google myndi tildæmis loka á email-inn væri ég fucked.
Gæti kanski komist í tölvuna en gæti lítið gert.
JónSvT skrifaði:Það er því miður þannig að margir eru orðnir svo vanir því að það sé njósnað um þá, en þeir halda bara að það sé normalt. Fólki er líka talið trú um að hlutirnir þurfa að vera svona. Að netið þurfi öll þessi gögn til að virka og að allt myndi kosta mjög mikið ef það væri ekki svona. Það er bara lygi.
FLoC er enn eitt skrefið í þessa átt. Það er verið að safna gögnum í vafranum. Áður hefur verið meira safnað á server. Fyrir okkur er það mikilvægt að vera hluti af lausninni og ekki vandanum.
Það finnast góðar lausnir sem hægt er að nota í stað Google fyrir flest allar þjónustur. Þú getur valið Vivaldi sem vafra, t.d.. Þú getur líka valið Vivaldi.net tölvupóst, sem er ókéypist og án auglýsinga, eða þú getur borgað FastMail eða öðrum þjónustum fyrir þjónustuna. Það finnast góðar lausnir, en ég skil að Google hefur gert mörgum erfitt fyrir og það er ákveðinn kostnaður við að skipta um þjónustuaðila, en það er rétt að gera ef við viljum snúa við þessari þróun.
Tbot skrifaði:JónSvT skrifaði:Það er því miður þannig að margir eru orðnir svo vanir því að það sé njósnað um þá, en þeir halda bara að það sé normalt. Fólki er líka talið trú um að hlutirnir þurfa að vera svona. Að netið þurfi öll þessi gögn til að virka og að allt myndi kosta mjög mikið ef það væri ekki svona. Það er bara lygi.
FLoC er enn eitt skrefið í þessa átt. Það er verið að safna gögnum í vafranum. Áður hefur verið meira safnað á server. Fyrir okkur er það mikilvægt að vera hluti af lausninni og ekki vandanum.
Það finnast góðar lausnir sem hægt er að nota í stað Google fyrir flest allar þjónustur. Þú getur valið Vivaldi sem vafra, t.d.. Þú getur líka valið Vivaldi.net tölvupóst, sem er ókéypist og án auglýsinga, eða þú getur borgað FastMail eða öðrum þjónustum fyrir þjónustuna. Það finnast góðar lausnir, en ég skil að Google hefur gert mörgum erfitt fyrir og það er ákveðinn kostnaður við að skipta um þjónustuaðila, en það er rétt að gera ef við viljum snúa við þessari þróun.
Nota sem minnst af Goggle, kemst þó ekki undan því, vegna leitarvélarinnar sem er einna best hjá þeim.
Nota í dag jöfnum höldum firefox og vivaldi í vöfrum, ekkert chrome.
Þannig að þú mátt gjarnan setja inn link á vivaldi.net tölvupóstinn.
JónSvT skrifaði:Ef þið eruð ennþá að nota Chrome...
https://vivaldi.com/blog/no-google-vivaldi-users-will-not-get-floced/
BO55 skrifaði:Ég er búinn að nota Vivaldi á öllum mínum tölvum í töluverðan tíma. Er mjög ánægður með alla virkni og kem til með að nota Vivaldi áfram og mæli með Vivaldi fyrir alla sem ég þekki. Er eins með Vivaldi á Android símanum og líkar vel. Setti upp Vivaldi.net póst hjá mér um daginn og er að dunda í því að færa all þangað yfir.
Það sem mér finnst vanta:
1. Ipad útgáfu af Vivaldi.
2. Póstforrit fyrir síma frá ykkur.
netkaffi skrifaði:Það er allt annað að nota Vivaldi eftir nýlega uppfærslu sem gerði hann hraðari.
Uncredible skrifaði:JónSvT skrifaði:Ef þið eruð ennþá að nota Chrome...
https://vivaldi.com/blog/no-google-vivaldi-users-will-not-get-floced/
Núna hef ég notað Vivaldi í mörg ár og alltaf fundist hann vera mun betri en Chrome.
En hvernig aflar Vivaldi sér tekna?