Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf Daz » Þri 06. Apr 2021 21:04

Íbúðin mín er með Coax og símasnúrum í nokkur herbergi, sem mig langar að skipta út fyrir Ethernet (nota hvorki coax né símasnúrur svo það er litlu að tapa). Hef aldrei fiktað í svona áður, en var svona að vona að ég gæti skipt út einni kapaltegund fyrir aðra án mikilla vandræða. Geta einhverjir gefið mér létt hint eða bent mér á tutorial/video um hvað ég á að gera og varast í þessu brasi?
Eitthvað sem ég þarf að kaupa annað en bara CAT kaplarnir sjálfir til að þetta gangi vel fyrir sig? Ég er ekkert að reyna að spara mér þúsundkalla, annað en að þurfa ekki að fá fagmann á fagmannataxta í verkið \:D/
Ég myndi líklega vilja geta dregið 2/3 kapla í gegnum einhver rörin, get ég athugað það á einhver hátt hvort það sleppur eða þarf ég bara að prófa?

:fly



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf jonsig » Þri 06. Apr 2021 21:44

Hookar ethernet kapla við þá gömlu sem eru fyrir og dregur í gegn. Ferð síðan á youtube til að sjá hvernig youtuberinn setur mola á eth kapla.

eth innstungurnar eru frekar straight forward. eth kapallinn víraður við eftir litaröðun B og smella sett yfir tengingarnar, og mola stungið í ramma og skrúfurnar sem eru fyrir í dósinni notaðar til að herða að. Og í restina settur "frontur" á rammann / skelin.

Síðan stinga í samband, sjá hvort youtube þekkingin skili sér. Er hraðinn 0?100mbps?eeeða 1000mpbs? spennó.
Síðast breytt af jonsig á Þri 06. Apr 2021 21:47, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 338
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf oliuntitled » Þri 06. Apr 2021 22:42

flettu upp á youtube hvernig er best að festa ethernet við coax kapal, yfirleitt er nóg að strípa utanaf báðum og fletta þeim saman (braiding á ensku) og setja svo electrical teip vel utanum áðuren þú dregur í gegn.
Ekki gleyma að nota sleipiefni til að lágmarka sénsinn á því að þetta festist, getur fengið industrial lube í byko/húsasmiðjunni, hef sjálfur reddað mér með því að nota uppþvottalög.

Ef þú lendir í að festa að alls ekki byrja að kippa í þetta heldur dragðu þá smá til baka á hinum endanum og reyndu að jugga þessu þannig í gegn.
Stundum geta rörin verið með leiðinlegum beygjum sem stoppa þetta eða jafnvel eitthvað drasl í rörinu sem flækist fyrir og þá getur þurft svoleiðis jugg til að ná þessu í gegn.

Varðandi hversu mörgum þú nærð í gegn þá fer það eftir rörinu, ef þetta er pvc rör sem er nógu breitt að þá ætti ekki að vera of mikið vandamál að ná allavega tveimur í gegn. (það er hægt að googla hversu breitt þetta þarf að vera)

Mæli alls ekki með því að setja beint mola á endana heldur að setja alltaf upp tengla, það er long term setup sem kemur í veg fyrir óþarfa hnjask á lagnakaplinum. Góðar búllur fyrir tenglaefni er smith & norland og Ískraft.

Lagnakapall er alltaf í stirðari endanum, aldrei mjög mjúkur. vert að hafa í huga þegar kemur að því að kaupa efni.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf appel » Þri 06. Apr 2021 23:01

Ég fékk rafvirkja til að gera þetta fyrir mig en ég aðstoðaði hann við að draga, er svosem ekkert stórmál. En ég mæli með að fá fagmann til að hjálpa þér.

Fyrst þarftu að ákveða með tegund af CAT kapli, ég valdi CAT6 afþví það var svosem enginn verðmunur.

Svo þarftu doldið að kortleggja hvernig þú vilt leggja þetta, það skiptir máli. Best að vera með teikningar af hvernig lagnirnar liggja. Það getur verið smá snúið að leggja svona þannig að þú sért að draga rétt í. Maður klóraði sér alveg smá í hausnum yfir þessu.

Hvort þú ætlar að draga fleiri en 1 kapal og svona, t.d. ef þú ert að draga í 2 herbergi þá þyrftir þú að draga væntanlega 2 kapla í einu og það getur verið snúið ef það er þröngt.
Svo skiptir væntanlega máli hvar routerinn er staðsettur upp á að net sé dreift á alla endastaði.

Það kom mér nefnilega á óvart hvað þetta gat verið smá bras að draga þetta í jafnvel þó þú ert með coax kapal til að draga úr á móti.

En ef það kemur ekkert upp á þá ætti þetta ekki að taka lengri tíma en hálfan dag, með fagmanni.

annars:
Þarft að víra cat kapalinn við coax (þarf að halda vel), og svo smyrja cat kapalinn vel með held ég svona raflagna lubricant, svo draga coax kapalinn hægt en örugglega út þar til cat kapallinn er kominn í gegn. Ekki klippa of stutt.


*-*


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1775
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 141
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf blitz » Mið 07. Apr 2021 10:22

Ég notaði talkúm þegar ég var að brasa í þessu og kaplarnir flugu í gegn.


PS4

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf SolidFeather » Mið 07. Apr 2021 11:17

blitz skrifaði:Ég notaði talkúm þegar ég var að brasa í þessu og kaplarnir flugu í gegn.


Kalkúninn varð heldur þurr hjá mér.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf jonsig » Mið 07. Apr 2021 12:32

Svona smá tips fyrir áhugamenninna.. sápa og annað drasl til að redda sér subbar út varanlegu raflagnarörin í húsinu ! Það getur verið martröð að ná köplum/vírum úr rörum með þornaðri palmolove sápu ! Það getur kostað einhverja hundraðkalla ef það þarf að skera vegginn ef rörið er fullt af drullu og vírar fastir í, það væri amk ekki í fyrsta skipti.
Menn mega róa sig í að mæla fyrir hlutum á þráðum sem snúast um fyrirspurn til fagmanna.

Vírafeiti kostar 1000kr...

Ps. Hef ekkert á móti því að leikmenn tengi sjálfir rafmagn líka, eins lengi og þeir eru ekki í fjölbýli og taki ekki við darwin awards á aðra en sjálfa sig.

Kv rafvirkjameistari.
Síðast breytt af jonsig á Mið 07. Apr 2021 12:41, breytt samtals 2 sinnum.




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf Hausinn » Mið 07. Apr 2021 12:51

1+ á þá hugmynd að nota núverandi kapla til þess að draga nýja kapla í. Yrði mjög þægilegt ef það er hægt. Eitt sem gæti verið flækjustig í þessu er ef kapalinn fer í gegnum eina eða fleiri tengidósir á leiðinni í tengilinn. Myndar kanta sem geta skrapast við kapalinn og gert mun erfiðar að draga beint í gegn.

Ertu eitthvað að nota þessa kapla eins og er? Skil ekki betur en að þú tapir ekki á því að prufa. :)




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf dadik » Mið 07. Apr 2021 13:39

Ég gerði þetta fyrir nokkrum árum. Náði tveimur cat snúrum í flest rör en þremur í sum sem voru bein.

Ef þú ert með lagnateikningar þá hjálpar það - við vorum stundum í smá brasi að finna út hvernig þetta var lagt milli hæða. Enduðum á að þurfa að rífa frá hluta af eldhúsinnréttingunni þar sem eitt rörið kom út úr veggnum.

Aðal munurinn er samt að coax er lagður í lykkju meðan cat er stjarna. Ég þurfti t.d. að setja swiss á efri hæðinnin þar sem að það var bara eitt rör milli hæða og það hefði ekki náð að þjónusta alla tenglana á hæðinni.

Svo hætti ég að nota þetta á endanum ;) Fékk mér bara auka þráðlausan punkt uppi og er núna með fínt signal um allt hús. Þráðlausu netin eru bara orðin svo góð. Eina tækið sem er tengt við cat snúru hjá mér er afruglarinn og netbúnaðurinn. Hef ekki einusinni tengt ps5 vélina við vír eftir að ég færði hana milli herbergja.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf Daz » Mið 07. Apr 2021 21:18

Takk fyrir góð svör allir! Ég er að skipta út ónotuðum köplum sem eru einir í röri svo áhættan er vonandi mjög takmörkuð. Er annars tryggður og veld varla skaða nema á minni eign fyrir þá sem hafa áhyggjur.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf dadik » Mið 07. Apr 2021 23:04

Ég myndi ekki hafa miklar áhyggjur af þessu. Þetta er ekkert rocket science. Ferð bara rólega og braid-ar kaplana vel áður en þú ferð að toga. Ég myndi reyndar ráðleggja þér að hafa einhvern með þér í þessu ef þú getur.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf Daz » Þri 25. Maí 2021 00:21

Update.
Þetta virðist ganga, búinn að skipta út öllum gömlu "CAT" og símasnúru köplunum fyrir nýja og gat m.a. dregið 3 kapla í gegn!

Núna þarf ég að finna útúr hvernig Coaxinn liggur svo ég komi netinu nú inn í rétt herbergi líka, engar teikningar og pínu erfitt að prófa. :(




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1775
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 141
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf blitz » Þri 25. Maí 2021 11:10

Daz skrifaði:Update.
Þetta virðist ganga, búinn að skipta út öllum gömlu "CAT" og símasnúru köplunum fyrir nýja og gat m.a. dregið 3 kapla í gegn!

Núna þarf ég að finna útúr hvernig Coaxinn liggur svo ég komi netinu nú inn í rétt herbergi líka, engar teikningar og pínu erfitt að prófa. :(


Notar þú ekki bara coax til að draga cat (eða tímabundið snæri/spotta/fjöður) í gegn?


PS4

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf CendenZ » Þri 25. Maí 2021 12:02

Eina vitið er að vera með fjöður og nunnufeiti



Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf Daz » Þri 25. Maí 2021 13:08

Ætla mér að nota Coax kaplana til að draga inn CATinn í staðinn, það er bara að finna út hvaða tenglar eru samtengdir, þetta eru einhverjir 10 tenglar allt í allt á mörgum hæðum
:fly




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skipta út Coax og símasnúrum fyrir CAT

Pósturaf jonfr1900 » Þri 25. Maí 2021 18:39

Hausinn skrifaði:1+ á þá hugmynd að nota núverandi kapla til þess að draga nýja kapla í. Yrði mjög þægilegt ef það er hægt. Eitt sem gæti verið flækjustig í þessu er ef kapalinn fer í gegnum eina eða fleiri tengidósir á leiðinni í tengilinn. Myndar kanta sem geta skrapast við kapalinn og gert mun erfiðar að draga beint í gegn.

Ertu eitthvað að nota þessa kapla eins og er? Skil ekki betur en að þú tapir ekki á því að prufa. :)


Það er hægt að fá VDSL senda sem geta notað gamlar símalínur en ég held að það sé ekki selt á Íslandi. Það er hinsvegar hægt að fá búnað sem sendir merki yfir coax sjónvarpskapal á Íslandi en ég þekki ekki gæðin á slíkum búnaði.