Netið hjá mér hefur oft verið að detta út og það hefur verið mikið um "timeouts". Netið er sérstaklega óstöðugt í tölvum sem tengjast netinu þráðlaust. Þegar netið lá niðri þá fór ég stundum inn á routersíðuna (http://192.168.X.XXX) og þar stóð ein staka sinnum: "Modemline is down". Fyrst vissi ég ekki hvað er að en svo fór ég að taka eftir því að þegar ákveðinn þráðlaus sími er notaður þá dettur netið út þegar samtalið í símanum hefst eða þegar því lýkur, ég veit ekki hvort.
Þráðlausi síminn notar tíðnina 2.4 GHZ. Getur verið að routerinn noti sömu tíðni þannig að þráðlausi síminn trufli hann? Ég hef líka tekið eftir því að þegar horft er á Stöð 2 með þessum lélega Digital Island afruglara þá verður myndin óskýr þegar talað er í þennan síma.
Þetta á við um báðar tölvurnar á þráðlausa netinu, þ.e. tölvan sem routerinn minn, Alcatel SpeedTouch 570, er tengdur í og hina tölvuna sem nær netsambandi þráðlaust. Ég hef tekið eftir því að netið er miklu stöðugra í beintengdu tölvunni þegar ég er í Ubuntu Linux en stundum þarf ég að nota Win XP Pro á henni. Hin tölvan sem er tengt þráðlaust keyrir alltaf Windows XP Pro. Og já ég er með internetáskrift hjá Símanum.
En það gæti allt eins verið einhver önnur ástæða fyrir þessum vandræðum með netið.
Þráðlaus sími, þráðlaust net.
Jú, 802.11b/g vinna á 2,4GHz og eru dæmi um það að þráðlausir símar, og jafnvel örbylgjuofnar trufli þráðlaust net. Þú gætir prófað að fara í stillingarnar á routernum og properties síðu netkortsins í device manager og stillia tíðnina handvirkt þar. Ég myndi prófa annan hvorn enda tíðnisviðsins sem búnaðurinn dekkar, þ.e. hæstu eða lægstu rásina, og sjá hvort að þetta skánar.
En það ætti ekki að orsaka "modemline is down" villuna. Það gæti náttúrulega verið að netið hafi dottið út eins og netið gerir stundum, en gæti líka verið að þig vanti smásíu á línuna sem liggur í símann?
En það ætti ekki að orsaka "modemline is down" villuna. Það gæti náttúrulega verið að netið hafi dottið út eins og netið gerir stundum, en gæti líka verið að þig vanti smásíu á línuna sem liggur í símann?