Síða 1 af 1

Færa til router - fæ ekkert net

Sent: Mið 10. Mar 2021 12:03
af Richter
Sælir vaktarar,

tvær pælingar hjá mér varðandi nettengingu.

Er með ljósleiðarabox, net hjá Nova og nýjan Wifi 6 router sem býður upp á 2.5gb ethernet tengingu, sem móðurborðið mitt tekur líka.

Spurning 1. Þegar ég færi routerinn minn um herbergi, í nýtt ethernet tengi í vegg þá kemur ekkert net frá routernum sjálfum. Hvað veldur og hvað þarf ég að gera til að hann sendi frá sér net á nýjum stað?

Spurning 2. Ljósleiðarinn bíður bara upp á 1gb ljósleiðara, en ég las það að boxin eiga samt að geta sent meira frá sér, er einhver leið að ná meira en 2.5gb á ethernet snúru?

Takk fyrir svörin ef það eru einhver hjá ykkur Vaktarar :)

Re: Færa til router - fæ ekkert net

Sent: Mið 10. Mar 2021 12:14
af Vaktari
Er routerinn örugglega skráður inn á ljósleiðaraboxið?
Er innanhúslögnin örugglega tengd með alla 8 víra í LL boxið?

Re: Færa til router - fæ ekkert net

Sent: Mið 10. Mar 2021 12:40
af Richter
Routerinn er skráður, Nova skráði hann hjá sér en gefur bara frá sér net frá þessum eina stað í stofunni en ekki hinum í íbúðinni. Það er eingöngu einn vír/ethernet snúra sýnist mér sem fer í LL boxið.

Re: Færa til router - fæ ekkert net

Sent: Mið 10. Mar 2021 14:13
af oliuntitled
Þarft að passa að tengillinn sem þú ert að færa þetta í sé tengdur við ljósbreytuna.
Þú segir að það sé einn kapall í breytuna, hvert fer sú snúra ?

Re: Færa til router - fæ ekkert net

Sent: Mið 10. Mar 2021 14:40
af sigurdur
Richter skrifaði:Sælir vaktarar,

tvær pælingar hjá mér varðandi nettengingu.

Er með ljósleiðarabox, net hjá Nova og nýjan Wifi 6 router sem býður upp á 2.5gb ethernet tengingu, sem móðurborðið mitt tekur líka.

Spurning 1. Þegar ég færi routerinn minn um herbergi, í nýtt ethernet tengi í vegg þá kemur ekkert net frá routernum sjálfum. Hvað veldur og hvað þarf ég að gera til að hann sendi frá sér net á nýjum stað?

Spurning 2. Ljósleiðarinn bíður bara upp á 1gb ljósleiðara, en ég las það að boxin eiga samt að geta sent meira frá sér, er einhver leið að ná meira en 2.5gb á ethernet snúru?

Takk fyrir svörin ef það eru einhver hjá ykkur Vaktarar :)


Er ekki smáspennutafla einhvers staðar í íbúðinni þar sem tenglarnir úr herbergjunum koma saman? Þarft væntanlega að tengja úr herberginu yfir í ljósbreytuna.