Vandamál með port forward á Linksys router
Sent: Mið 03. Mar 2021 11:24
Ég er með Linksys EA2700 router, svo er ég með Apache vefþjón uppsettan á tölvu á heimilinu og í router eru 3 external port send áfram á port 80 á ip tölu tölvunar sem virkar alveg en það er ansi oft sem ég þarf að bíða í smá stund ef ég er að opna bara mjög einfalda statíska vefsíðu á vélinni og í iPad næst varla neitt samband við vélina (bæði utan heimanetsins).
Ég hélt fyrst að þetta væri útaf einhverjum takmörkunarstillingum umferðar á vefþjóninum svo ég hækkaði allar svoleiðis stillingar en það hjálpaði ekki neitt, svo var ég líka hvorki búinn að uppfæra vefþjóninn né breyta stillingum í mjög langan tíma og þetta virkaði betur fyrir ekkert svo löngu síðan.
Á heimanetinu virkar allt án vandræða í öðrum tölvum svo ég get þá útilokað vefþjóninn svo routerinn virðist vera vandamálið. Síður sem prófa opin port segja að portin séu aðgengileg og allt virðist vera rétt stillt í router. Hvað er eiginlega vandamálið?
Ég hélt fyrst að þetta væri útaf einhverjum takmörkunarstillingum umferðar á vefþjóninum svo ég hækkaði allar svoleiðis stillingar en það hjálpaði ekki neitt, svo var ég líka hvorki búinn að uppfæra vefþjóninn né breyta stillingum í mjög langan tíma og þetta virkaði betur fyrir ekkert svo löngu síðan.
Á heimanetinu virkar allt án vandræða í öðrum tölvum svo ég get þá útilokað vefþjóninn svo routerinn virðist vera vandamálið. Síður sem prófa opin port segja að portin séu aðgengileg og allt virðist vera rétt stillt í router. Hvað er eiginlega vandamálið?