Uppsetning á nýjum router fyrir VDSL (Síminn)
Sent: Mið 17. Feb 2021 21:28
Ég er að reyna setja upp nýjan modem router frá Huawei fyrir VDSL tengingu símans. Einu upplýsingarnar sem ég er með eru login upplýsingar sem ég þarf að setja inn í hann en mig vantar mikið meira af upplýsingum ss. VCI/VPI, xDSL encapsulation, VLAN upplýsingar varðandi Voice (heimasimi), IMGP (afruglarinn (IPTV)) og bara allt sem mig gæti vantað til að stilla inn nýjan router sem á að vera bara heilalaust modem þar sem ég er að setja upp UniFi net hérna heima og hugmyndin er að láta USG auðkenna mig í gegnum PPPoE en mér er eiginlega sama ef það skiptir ekki máli hvort tækið auðkenni mig.
Ég ætla reyna hafa samband á morgun aftur við Símann á skrifstofu tíma þar sem nýji modem-routerinn kom seint í dag en samkvæmt minni (fyrri) reynslu og netspjalli við þjónustuver Símanns seinnipartinn í dag held ég að þegar stórt er spurt, verður fátt um svör.
Ég ætla reyna hafa samband á morgun aftur við Símann á skrifstofu tíma þar sem nýji modem-routerinn kom seint í dag en samkvæmt minni (fyrri) reynslu og netspjalli við þjónustuver Símanns seinnipartinn í dag held ég að þegar stórt er spurt, verður fátt um svör.