Síða 1 af 1

gigabit router gefur bara 200-300

Sent: Lau 13. Feb 2021 12:26
af osek27
Keypti þennan hér https://tolvutek.is/Netbunadur-og--thjo ... 310.action
Og hann er bara að gefa mér 200-300 hraða gegnum snúru en eitt skipti gaf hann mér 600-700 gegnum wifi. Ég prófaði margar snúrur bæði nýjar og notaðar og ekkert breyttist. Er buin að setja hann upp og allt í gegnum ip adress síðuna og skoða öll settings þar en ekkert sem lagaði þetta. Svo var ég með svona Nova leigu router í nokkra daga aður en ég fékk þennan og það var 1gigabit ekkert ves. Á ég að skila þessum bara?

Ég hef alltaf verið óánægður með tp link vörur en hélt að þauy voru orðinn góð núna.
Einhver ráð??

Re: gigabit router gefur bara 200-300

Sent: Lau 13. Feb 2021 14:41
af Viktor
Ertu með VPN?

Re: gigabit router gefur bara 200-300

Sent: Lau 13. Feb 2021 14:45
af jonsig
osek27 skrifaði:Keypti þennan hér https://tolvutek.is/Netbunadur-og--thjo ... 310.action
Og hann er bara að gefa mér 200-300 hraða gegnum snúru en eitt skipti gaf hann mér 600-700 gegnum wifi. Ég prófaði margar snúrur bæði nýjar og notaðar og ekkert breyttist. Er buin að setja hann upp og allt í gegnum ip adress síðuna og skoða öll settings þar en ekkert sem lagaði þetta. Svo var ég með svona Nova leigu router í nokkra daga aður en ég fékk þennan og það var 1gigabit ekkert ves. Á ég að skila þessum bara?

Ég hef alltaf verið óánægður með tp link vörur en hélt að þauy voru orðinn góð núna.
Einhver ráð??


Það er ekkert óalgengt með Cat tengingar af amatörum hafi lélega burðargetu.
Var að redda fyrir pabba í síðustu viku splæsingu sem hann gerði og hann var að fá 50mbps á 1gbps router-ethernet korti :lol: Hann er samt vélstjóri og verkfræðingur :sleezyjoe .

Re: gigabit router gefur bara 200-300

Sent: Lau 13. Feb 2021 14:51
af osek27
Sallarólegur skrifaði:Ertu með VPN?

Nei ekkert vpn

Re: gigabit router gefur bara 200-300

Sent: Lau 13. Feb 2021 14:54
af osek27
jonsig skrifaði:
Það er ekkert óalgengt með Cat tengingar af amatörum hafi lélega burðargetu.
Var að redda fyrir pabba í síðustu viku splæsingu sem hann gerði og hann var að fá 50mbps á 1gbps router-ethernet korti :lol: Hann er samt vélstjóri og verkfræðingur :sleezyjoe .


Ja eg skil þig en eg profaði að nota bæði snúru sem ég gerði og svo snuru sem komu með tækinu. Svo voru einhverjar snurur sem komu með öðrum tækjum heima og ennþá það sama. Profaði bæði cat5e og cat6 snurur þótt það hefði ekki skipt neinu máli. Er þetta ekku bara tp link að vera kina drasl og eg var óheppinn. Ég las a tp link forum að þetta hafa fleiri en eg upplifað a þessum router

Re: gigabit router gefur bara 200-300

Sent: Lau 13. Feb 2021 16:46
af Storm
ég myndi halda að þetta væri ábyrgðarmál.