Síða 1 af 1

Vantar hjálp við að finna ágætis router fyrir ljósleiðara

Sent: Lau 16. Jan 2021 18:03
af Maradona
Góða kvöldið,

Nú er pabbi að leita sér að router í staðinn fyrir þann sem hann er að leigja. Hans netnotkun er mjög basic, bara vafr á netinu, horfa á sjónvarp í gegnum myndlykil og streama Netflix.
Nú er ég alls ekki klár á þessu sviði og var að vona að einhver geti bent mér á hverju ég þarf að leita til að finna router sem að uppfyllir kröfurnar hér að ofan.

Re: Vantar ágætis router fyrir ljósleiðara

Sent: Lau 16. Jan 2021 18:11
af mjolkurdreytill
Held að ódýrasti beinirinn sem þú finnir sé Mii beinir hjá tunglskin á 5 þúsund.

Hef enga reynslu af honum en dýrari beinirinn sem þeir selja er á 10 þúsund og er í nákvæmlega þessari notkun sem þú lýsir og dugar vel.

https://www.tunglskin.is/product/xiaomi ... router.htm

Re: Vantar hjálp við að finna ágætis router fyrir ljósleiðara

Sent: Lau 16. Jan 2021 22:00
af mainman
Unifi Aircube.
Búinn að fá nokkra svoleiðis hjá Tindar á selfossi og setja upp hjá nokkrum.
Pínulítið, svaka flott wifi ið í þeim. Setur þetta upp með appi og er sáraeinfalt í uppsetningu.
Spillir ekki að þetta lítur út eins og skartgripur með ljósi undir sér og meira að segja stelpum finnst hann fallegur og vilja gjarnan hafa hann sýnilegan sem er frekar óvenjulegt samband á milli stelpu og routers.