Núna er komin smá della í kallinn og langar mig smá að "uppfæra" úr EdgeRouter X í Dream Machine Pro, hverjir hérna eiga þetta ofur tæki og hver er ykkar reynsla?
Ég er búinn að nota DMP í 6 mánuði. Er mjög ánægður og ekki lent í neinum vandræðum. Keyri einnig protect með nokkurm myndavélum og þar virkar frábærlega. Mæli hiklaust með DMP en hann er samt smá “overkill” fyrir mig. Er með 5 acess punkta og 9 switcha tengda og venjulega í kringum 70-90 clienta á netinu. Unifi dótið hefur varla þurft restart síðan ég byrjaði að nota það fyrir 5 árum.