Síða 1 af 1

Netgear router sem heldur að hann sé Asus router

Sent: Mán 28. Des 2020 15:56
af krani
Ég var eitthvað að fikta með expressvpn firmware í netgear r6400-ac1750. Með þessu fikti ákvað evpn að breyta routernum í asus(kannski átti ég einhvern þátt í því, hef ekki hugmynd).
Þegar ég ætlaði að rúlla firmware aftur í netgear, þá segir allt bara fuck you og ég get ekki rúllað routernum til baka. En ákvað að prófa firmware sem evpn ákvað að gefa routernum AsusRt-ac68u. Og hann samþykkti það.
Er hann þá bara formlega orðinn asus router? Eða er til leið til þess að leiða hann aftur til uppruna síns?

Re: Netgear router sem heldur að hann sé Asus router

Sent: Mán 28. Des 2020 17:00
af Vaktari
Virkar ekki að factory resetta routerinn?
Ætti að vera reset gat aftan á honum

Re: Netgear router sem heldur að hann sé Asus router

Sent: Mán 28. Des 2020 17:55
af krani
Vaktari skrifaði:Virkar ekki að factory resetta routerinn?
Ætti að vera reset gat aftan á honum


Prófaði það, nú næ ég ekki sambandi við hann. :wtf

Re: Netgear router sem heldur að hann sé Asus router

Sent: Mán 28. Des 2020 17:57
af Brimklo
Virkar routerinn?
gæti þetta ekki bara verið eh expressvpn specific firmware til að það virki á þessum router?

Re: Netgear router sem heldur að hann sé Asus router

Sent: Mán 28. Des 2020 20:30
af Snorrlax
krani skrifaði:
Vaktari skrifaði:Virkar ekki að factory resetta routerinn?
Ætti að vera reset gat aftan á honum


Prófaði það, nú næ ég ekki sambandi við hann. :wtf


Möguleiki að hann hafi skipt um IP tölu? tengir þig við hann, ferð í CMD, skrifar ipconfig /all og lest default gateway á network interfaceinu þínu. Það er IP talan á routernum.