Síða 1 af 1

Activation á windows 10 virkar ekki

Sent: Fös 27. Nóv 2020 11:42
af kjuttem
Góðan daginn,

Ég var með windows installað og ekkert vesen en eftir formatt sem ég henti í vegna þess að ég var að skipta út móðurborði og örgjörva virðist windows ekki vilja activateast.

Þekkið þig þetta eitthvað?

Re: Activation á windows 10 virkar ekki

Sent: Fös 27. Nóv 2020 11:51
af pepsico
Windows leyfið þitt er bundið við gamla móðurborðið. Þegar móðurborði er skipt út þá þarf nýtt Windows leyfi til að virkja Windows. Þegar leyfi eru virkjuð bindast þau við móðurborðið sem er í notkun á þeirri stundu.

Re: Activation á windows 10 virkar ekki

Sent: Fös 27. Nóv 2020 11:55
af thorarinn95
Það er hægt að binda leyfið við microsoft accountinn þinn. Þá er ekkert mál að skipta um móðurborð.

Re: Activation á windows 10 virkar ekki

Sent: Fös 27. Nóv 2020 11:55
af Alfa

Re: Activation á windows 10 virkar ekki

Sent: Fös 27. Nóv 2020 11:58
af unnarf
Það er hægt að komast framhjá þessu. Ef þú skrifar í search barið hjá þér "SLUI 04" þá opnast gluggi sem leiðir þig í gegn um þetta. Hringdu í toll free símanúmerið sem er gefið upp og virkjaðu stýrikerfið í gegn um símann.

Re: Activation á windows 10 virkar ekki

Sent: Fös 27. Nóv 2020 12:02
af DaRKSTaR
þetta er bundið við hardware, en farðu á ebay og keyptu þér windows 10 pro lykil, þeir kosta klink, ég fékk minn á 334kr.

Re: Activation á windows 10 virkar ekki

Sent: Fös 27. Nóv 2020 12:20
af kornelius
Bara slá inn gamlan windows 7 lykil og málið er dautt.