gtice skrifaði:Góðan daginn vaktarar,
Bilað PSU í Unifi Switch - Lyktar illa. Hvað er til ráða ?
Við fjölskyldan vöknuðum við ekkert netsamband í morgun, öryggi hafði slegið út fyrir veggskápinn í bílskúrnum og switchinn bilaður.
Ég er búinn að opna hann og ég er mjög viss um að það er bundið við PSU-ið sem er innbyggt. Nú rann hann úr ábyrgð fyrir nokkrum mánuðum.
Eru menn að laga aflgjafann eða skipta um ? - Eitthvað sem er hægt að gera innan dagsins á laugardegi ?

Góðu fréttirnar eru að þetta er switch-mode spennugjafi, þá eru þetta venjulega ekki vindingar sem eru skemmdir. Og oft sem þetta er bundið við svipaðar bilanir.
Jú það er mjög líklega öryggi á prentinu inní en ekki binda alltof miklar vonir við að það sé málið samt.
Það eru alveg nokkrir sem geta lagað þetta, en líklega betra fyrir þig að kaupa nýjan ef þetta er eitthvað undir 30k.
allt eitthvað rafeindaþjónustan tekur þetta að sér, gætir samt þurft að borga skoðunnargjald. Því ef þetta er eitthvað disaster þá leggja þeir ekki í þetta en þurfa að geta rukkað eitthvað smá samt.