Síða 1 af 1

Nextcloud hýsing á Íslandi?

Sent: Mán 02. Nóv 2020 21:12
af shamr
Hæhæ,

Ég er að spá í hýsingu fyrir gögnin mín (skjöl, myndir, tölvupóst...) með lausn sem myndi synca gögn af símanum og væri með þægilegt viðmót. Það eru hýsingar erlendis eins og t.d.http://www.hetzner.com/storage/storage-share sem bjóða upp á þetta með Nextcloud sem er svipuð lausn og Google Drive nema maður hefur meiri stjórn á gögnunum og á þau sjálfur.

Vitið þið nokkuð um hýsingaraðila á Íslandi sem býður upp á að hýsa gögn með Nextcloud lausn eða einhverju álíka?

Re: Nextcloud hýsing á Íslandi?

Sent: Mán 02. Nóv 2020 21:23
af arons4
Nokkuð viss um að það sé enginn sem býður þetta á sambærilegu verði sem er treystandi uppá gagnaöryggi.

Re: Nextcloud hýsing á Íslandi?

Sent: Mán 02. Nóv 2020 22:13
af russi
arons4 skrifaði:Nokkuð viss um að það sé enginn sem býður þetta á sambærilegu verði sem er treystandi uppá gagnaöryggi.

Getur alltaf hent þessu sjálfur upp á þínum server eða á heimasvæði hjá flestum hýsingaraðilum

Re: Nextcloud hýsing á Íslandi?

Sent: Þri 03. Nóv 2020 15:55
af shamr
Takk fyrir svörin, þetta er rétt hjá ykkur. Ég er samt til í að láta fagaðila sjá um að uppsetningin sé örugg og að það sé alltaf nýjasta útgáfa af Nextcloud uppsett. Ég hef verið að fylgjast með umræðum um Nextcloud uppsetningu á eigin server og það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga til að hún sé pottþétt. Svo held ég að það sé dýrara að fá þannig heimasvæði hjá hýsingaraðila að það sé hægt að setja upp Nextcloud á því og mig grunar að þá séu sömu öryggisatriði sem þarf að spá í eins og setja upp server heima.