Hvaða vélbúnað/hugbúnað er best að nota fyrir heimanetþjón + Kodi?
Sent: Mið 30. Sep 2020 13:49
Góðan daginn.
Ég er með nokkrar spurningar varðandi internetþjónustu/router, netþjón og Kodi.
Mig er farið að langa að hýsa minn eigin netþjón hérna heima. Þetta væri þá til að komast í helstu skrár sem ég gæti þurft að nota að heiman og einnig til að synca dagatal í símann og eitthvað svoleiðis dútl.
Núna hef ég enga reynslu í svona málum en hvaða vélbúnað/hugbúnað væri best fyrir mig að nota í svona? Ég hef aðeins skoðað að nota ubuntu server með nextcloud en þegar ég ætlaði að prófa að setja svoleiðis upp í borðtölvunni þá komst ég að því að ég þurfi að vera með fasta ip tölu til að geta gert þetta í gegnum routerinn minn (er með 4g huawei router hjá nova) þannig að ég fór ekkert lengra með það. Ég er reyndar líka að spá í að fara að skipta um nettengingu þannig að það væri líka gott að fá góð ráð varðandi möguleika þar, bæði með fyrirtæki og hvernig router væri hentugur. Er í Keflavík og get í mesta lagi fengið 50 mb ljósnet.
Ég er búinn að vera að nota plex frá borðtölvunni en langar að vera með dedicated græju fyrir eitthvað eins og Kodi. Gæti ég notað sömu vél fyrir þennan server sem ég er að hugsa um og Kodi fyrir sjónvarpið? Ef það er hægt væri sniðugt að nota eitthvað eins og Raspberry Pi eða eitthvað annað?
Afsakið hvað þessi þráður fór út um allt. Allar ábendingar, vísbendingar og ráð eru vel þegin.
Ég er með nokkrar spurningar varðandi internetþjónustu/router, netþjón og Kodi.
Mig er farið að langa að hýsa minn eigin netþjón hérna heima. Þetta væri þá til að komast í helstu skrár sem ég gæti þurft að nota að heiman og einnig til að synca dagatal í símann og eitthvað svoleiðis dútl.
Núna hef ég enga reynslu í svona málum en hvaða vélbúnað/hugbúnað væri best fyrir mig að nota í svona? Ég hef aðeins skoðað að nota ubuntu server með nextcloud en þegar ég ætlaði að prófa að setja svoleiðis upp í borðtölvunni þá komst ég að því að ég þurfi að vera með fasta ip tölu til að geta gert þetta í gegnum routerinn minn (er með 4g huawei router hjá nova) þannig að ég fór ekkert lengra með það. Ég er reyndar líka að spá í að fara að skipta um nettengingu þannig að það væri líka gott að fá góð ráð varðandi möguleika þar, bæði með fyrirtæki og hvernig router væri hentugur. Er í Keflavík og get í mesta lagi fengið 50 mb ljósnet.
Ég er búinn að vera að nota plex frá borðtölvunni en langar að vera með dedicated græju fyrir eitthvað eins og Kodi. Gæti ég notað sömu vél fyrir þennan server sem ég er að hugsa um og Kodi fyrir sjónvarpið? Ef það er hægt væri sniðugt að nota eitthvað eins og Raspberry Pi eða eitthvað annað?
Afsakið hvað þessi þráður fór út um allt. Allar ábendingar, vísbendingar og ráð eru vel þegin.