Síða 1 af 1

Gott RMM fyrir lítið fyrirtæki

Sent: Fös 11. Sep 2020 18:35
af ZiRiuS
Ég vinn hjá litlu fyrirtæki sem er ekki með neinn IT aðila og er ég sá eini sem hefur verið að sjá um það í bland við mína "venjulegu" vinnu. Ég er hinsvegar að færast alltaf nær því að sjá um IT málin og er ég að leita að tólum til að einfalda það fyrir mig. Það sem ég myndi kannski nota mest er remote control en gott væri að hafa eitthvað forrit líka sem væri með "heilsu" allra vinnutölvanna á einum stað.

Það sem ég hef verið að skoða mest er TeamViewer en mér finnst þeir í raun allt of dýrir fyrir svona lítið batterí. Einnig var ég að fikta aðeins í Pulseway í dag, það er miklu ódýrara en hefur samt ótrúlega mikið af fídusum sem ég væri að nota næstu árin en gæti samt verið þægilegt að stækka inn í.

Hvaða forrit eru íslensk fyrirtæki að nota í dag, bæði stór og lítil?

Einnig hef ég líka verið að pæla í privacyi starfsmannanna, ég hef engan áhuga á hvað er í tölvunum þeirra en ég fæ náttúrulega svolítið óheflaðann aðgang að tölvu viðkomandi sem mér finnst smá óþægilegt. Fyrirtækið mitt er ekki með neina stefnu í þessum málum. Hver og einn er bara með sína tölvu og það skiptir sér enginn að því hvað þú gerir í henni. Eru fyrirtæki með einhverjar stefnur í svona málum eða jafnvel trúnaðaryfirlýsingar fyrir IT starfsfólk eða hvað?

Ég allavega þakka góð svör. Vona að ég fái að vaxa og læra svolítið í þessu og hlakkar mig til þess.

Re: Gott RMM fyrir lítið fyrirtæki

Sent: Lau 12. Sep 2020 11:16
af Hjaltiatla
Útstöðvarekstur getur verið algjör viðbjóður (T.d ef allar vélar eru í Workgroup ) og ekkert til að halda utan um umhverfið.
Ef ég hefði haft puttann í þessu þá myndi ég reyna að fá samþykkt að keyra allar útstöðvar í VDI umhverfi (getur t.d notað Proxmox og sett upp Windows 10 sýndavélar fyrir alla notendur). Þarft nokkuð öflugan vélbúnað ef margir eiga að geta unnið samtímis. Þá Remote desktop tengist fólk inná vélar og getur mappað upp drif frá Local vél inná VDI vél. Góða við Proxmox að þú getur sett upp Cluster á frekar einfaldan máta. Þá ertu kominn með góða yfirsýn yfir resource-a og getur tekið snapshot og svo framvegis og passað uppá að Cryptolocker og þess konar viðbjóður hafi áhrif á daglegan rekstur á útstöðvum. Það eru alltaf einhverjir sem hata breytingar en hey þetta er ekki þitt aðal djobb er það nokkuð og þú þarft að geta gert þetta almennilega samt sem áður?
Líka fínt í Covid-inu þá geturu einfalda sett upp Wireguard VPN og leyft fólki að tengjast heiman frá .

Varðandi að yfirtaka vélar og þess háttar (og komast í session hjá notendum) þá er ConnectWise Control það sem ansi margir nota.
https://www.connectwise.com/software/control
https://www.connectwise.com/software/control/compare/teamviewer
edit: Hérna er fríkeyis lausn frá Microsoft í boði (hentar reyndar eingöngu fyrir Windows vélar) ef maður þarf eingöngu að tengjast session hjá notendum.
https://support.microsoft.com/en-us/help/4026516/windows-quick-assist-remote-connection

Leyfi öðrum að pæla í Privacy notenda, en almenna reglan er að endanotandi þarf að gefa upplýst samþykki áðuren þú ætlar að nálgast gögn eða yfirtaka vél og þess háttar (fer eflaust eftir eðli reksturs)

Re: Gott RMM fyrir lítið fyrirtæki

Sent: Sun 13. Sep 2020 11:24
af asgeireg
Sæll,

Flest góð RMM kefri kosta helling. Hins vegar mæli ég með að þú setjir upp https://www.lansweeper.com/ getur próað fríu útgáfuna sem er fyrir allt að 100 tæki.
Þar sem ég vinn erum við að nota connectwise automate sem er mjög flott. Þetta er hinsvegar frekar dýrt og þungt í fyrstu uppsettningu og krefst tölverðar þekkingar að viðhalda því.

En þrátt fyrir þetta flott kerfi þá er default first check hjá mér alltaf í lansweeper, enfalt og gott til að fá allar helstu upplýsingar um tölvur. Það er fullt af innbyggðum RMM fídusum í Lansweeper sem hægt að nota eins og remote contect, en þetta er ekki jafnflott og þessi dýru kerfi, en þetta er einfallt í notkun og frekar einfalt að búa til og kalla fram skýrslur úr því. Setur þetta upp server og notar svo bara browser til að opna þetta.

Re: Gott RMM fyrir lítið fyrirtæki

Sent: Sun 13. Sep 2020 15:40
af Viktor
Microsoft Teams er með remote control fítus

Re: Gott RMM fyrir lítið fyrirtæki

Sent: Sun 13. Sep 2020 16:21
af ZiRiuS
Sallarólegur skrifaði:Microsoft Teams er með remote control fítus


Bíddu teams, er það ekki eitthvað bloatware/spyware? :megasmile

Annars hefði það verið ágætis lausn nema við erum að nota annað comm og colab forrit. Smá farinn að sjá eftir því að hafa ekki bara notað það samt, hefði verið auðveldara en núverandi setup.

Re: Gott RMM fyrir lítið fyrirtæki

Sent: Mán 12. Okt 2020 23:26
af dreamdemon
myndi skoða Atera RMM þar sem það er cloud based og borgar per IT Admin svo ert með fast verð þó það bætist auka starfsmenn og er lika einfalt og því ekki að fara skapafrekari vinnu.
https://www.atera.com/pricing/

Re: Gott RMM fyrir lítið fyrirtæki

Sent: Þri 13. Okt 2020 09:34
af Hjaltiatla
Ef þú villt ekki flækja málin of mikið þá er einnig í boði t.d Amazon AppStream 2.0
Getur þá sett upp "Sértæku" LOB (Line of business) forritin sem er yfirleitt er erfiðast að eiga við miðlægt í skýið og notendur tengjast við forritin þannig. Mun einfaldara að eiga við útstöðvarekstur í kjölfarið. Kostar eitthvað en mig grunar að það einfaldi þér lífið til muna.
https://aws.amazon.com/appstream2/?blog-posts-cards.sort-by=item.additionalFields.createdDate&blog-posts-cards.sort-order=desc

Edit: Dæmi: Gætir þá haft samband við Hugbúnaðarhúsið sem sér um "Sértæka hugbúnaðinn" og þið færuð í það að skilgreina þessa uppsetningu fyrir fyrirtækið. Þyrftir þá ekki að standa í þessu í hvert skipti sem þú færir í að setja upp útstöð og eitthvað kemur uppá, Væri staðlað í takt við skilgreiningu frá Hugbúnaðarframleiðanda.