Smá kjána spurning um ljósleiðara og modem


Höfundur
ICE5339
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mið 14. Apr 2010 11:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Smá kjána spurning um ljósleiðara og modem

Pósturaf ICE5339 » Sun 30. Ágú 2020 20:59

Ég er að pæla í að bæta við Google nest wifi og er með ljósleiðarabox.

Get ég tengt google wifi beint í ljósleiðarabox frá gagnaveitunni eða þarf ég að hafa router/modem (t.d. frá símafyrirtækinu) á milli ljósleiðaraboxins og google wifi ?

Eins og ég skil þetta er google wifi ekki “modem” heldur meira router/switch/ap

Ég er ekki að notast við sjónvarp frá íslensku veitunum, bara netflix osf ef það breytir einhverju …..

Augljóslega er ég að pæla í að bæta netkerfið heima og á sama tíma sleppa því að leigja router af símafyrirtækinu en það er til lítils að fjárfesta í búnaði ef ég þarf líka að leigja routerinn áfram :)

Ég var einu sinni ágætur í þessu en síðan komu börn og ljósleiðari og allt nýtt :oops:



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Smá kjána spurning um ljósleiðara og modem

Pósturaf depill » Sun 30. Ágú 2020 21:03

Genxis boxið frá ljósleiðaranum eru "módemið" sem mögulega leiðbeiningar tala um. Hentu Google WiFi beint í boxið, gætir(líklegast) þurft að fá ISPann þinn að bæta við mac addressunni á ljósleiðaraboxið, enn það er bara eitt símtal.




Höfundur
ICE5339
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mið 14. Apr 2010 11:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Smá kjána spurning um ljósleiðara og modem

Pósturaf ICE5339 » Sun 30. Ágú 2020 21:07

Snilld :) Kærar þakkir, það er auðveldara að réttlæta fjárfestingu í búnaði ef maður getur sparað sér leiguna á einhverju tæki á móti :)