norex94 skrifaði:Hafðu það sem síðasta valkostinn ef allt annað klikkar. Gott netkort og sendir skila miklu betra og stöðugra net.
Að senda net í gegnum rafmang getur verið mjög óstöðugt og hraðinn fer mjög mikið eftir hversu mikið noize er í rafmagninu og lengd á milli sendir og reciver. Fyrir utan það ertu að gera bara rafmagnið hjá þér "skítugt" með því að senda einhverjar tíðnir inn á 50Hz bylgjuna.
Fun fact: Landsnet (eða RARIK man ekki) ætluðu að bjóða upp á internet í gegnum línunar hjá sér og flutningskerfið. Þetta var á tímum þegar ADSL var að byrja minnir mig. Virkaði semi vel en átti aldrei séns við að keppast við hina upp á hraða og bandvídd.
Þú ert ekki að menga rafmagnið að ráði, þeim mun minna en mörg önnur tæki á heimilinu. Þetta er fasamótun .
Varðandi rafnets ævintýrið þá er helvíti langt síðan og þessi tækni þróast helling síðan þá. Þessu var droppað útaf þessi ríkisfyrirtæki eru yfirleitt í ruglinu og geta ekki haldið sig við neitt.
Breiðbandið hefði getað komið vel út og verið að gefa 10gbps tengingar jafnvel í dag með gömlu lögnunum eins og Bretar eru búnir að gera