Síða 1 af 1

Hversu smart eru switchar?

Sent: Lau 13. Jún 2020 11:38
af Mykoice
Dæginn!

Ég var að kaupa Switch um dæginn, ZyXEL ES-105A v3, og er búinn að tengja hann up og allt það, en mér langar til að vita hvernig ákveðinn hlutur virkar.

Ef ég set up gagna-geymslu og tengi það við switchin, og tengi sendarann við sama switch, og er svo að færa gögn á milli gegnum Lanuið, eru gögnin að fara fyrst í routerinn (DHCP Hostinn) og svo á mótokuna, eða getur switchinn "bein-teingt" gögning beint á mótakarann?

Re: Hversu smart eru switchar?

Sent: Lau 13. Jún 2020 11:44
af jonsig
Þú þarft að vera með eitthvað staðarnet sett upp og viðeigandi iptölur á NIC kortunum og haft bara unidentified network.

Re: Hversu smart eru switchar?

Sent: Lau 13. Jún 2020 13:33
af Hannesinn
tæki á sama switch fara beint sín á milli. Getur sannreynt það með því að festa ip-tölur á tækin og aftengja switchinn frá routernum. ;)

Re: Hversu smart eru switchar?

Sent: Lau 13. Jún 2020 14:51
af Revenant
Vélar sem eru á sama subneti (t.d. 192.168.1.x með netmask-a 255.255.255.0 eða /24) notast við mac addressu/broadcast/arp til að hafa samskipti sín á milli og þurfa ekki router til þess.

Eina sem unmanaged switch-inn (dumb switch) geymir í minni er hvaða mac addressur (netkort) eru á hvaða physical porti.

Hérna er nánari útskýring hvernig vélar route-a á sama subneti http://www.itgeared.com/articles/1054-how-ip-packets-are-routed-on-local-area/

P.s. afhverju varstu að kaupa þér 100mbit switch? 1 gbit switch-ar kosta nánast það sama og eru 10x hraðari :)

Re: Hversu smart eru switchar?

Sent: Lau 13. Jún 2020 15:45
af Mykoice
Takk fyrir uplýsingarnar!

Oooog... Ég stein gleymdi að atuga hraðan. x. x Mér vantaði ekkert nema þrjú port, þannig að ég var ekkert að pæla í þessu. x .x

Takk fyrir, Revenant. Tími til að skila þessum og finna 1 Gbit.

Hélt að ég hafði fundið þennan. https://www.tl.is/product/zyxel-gs-105b ... itch-5p-v3