Síða 1 af 1

Trojan Horse

Sent: Sun 15. Maí 2005 00:11
af dabsi
Góðan dag..

Hérna ég hef lengi verið með vírusinn Trojan Horse , hann felur sig í einhverri möppu system volume í c drivinu. Ég hef margoft startað tölvunni upp í safe mode en samt fer hann aldrei ,

þá hef ég eiginlega tvær spurningar, er allt í lagi að system restora tölvunni langt til 27 febrúar 2005 því þar er hægt að fara lengst og að það trufli ekki að ég hafi fengið mér nýja nettengingu eða einhver hér veit hvað ég get gert. Takk Fyrir

Sent: Sun 15. Maí 2005 01:34
af Le Drum
Ég vænti þess að þú sért með vírusvörn? Og þá að hún sé nýjustu uppfærslum?

Sent: Sun 15. Maí 2005 09:38
af Icarus
ekki veit ég um neinn vírus sem HEITIR trojan horse....

Sent: Sun 15. Maí 2005 10:40
af dabsi
jaja ég er alveg með vírusvörn og uppfæri hana reglulega, ég fékk nýja nettengingu fyrir 4 vikum , hefði það eitthvað áhrif á það ef ég myndi restora tölvunni

Sent: Sun 15. Maí 2005 12:58
af MezzUp
Afhverju notarðu þá ekki vírusvörnina til þess að fjarlægja vírusinn?
Án þess að vita mikið um það þá efa ég að System Restore dugi til þess að losna við vírusinn.

Sent: Sun 15. Maí 2005 13:07
af Le Drum
Ef vírusvörnin finnur þennan Trjojan Horse, þá áttu að geta látið vírusvörnina eyða honum.

Ef þú gætir gefið upp skjalið sem er sýkt, slóðina inn á það og nafnið þá gæti einhver sagt til hvort óhætt sé að eyða því handvirkt, það er að segja ef vörnin býður ekki upp á það.