Síða 1 af 1

Unifi aðgangsvesen

Sent: Lau 16. Maí 2020 09:06
af fhrafnsson
Ráðgáta dagsins!

Ég (sem kann "basic" á tölvur en ekki mikið meira) setti upp unifi AP LR senda hérna í vinnunni haldandi að þetta yrði ekkert mál og allir ánægðir, sem endaði auðvitað á því að ég þarf nauðsynlega á hjálp að halda :crying

Þetta unifi setup hefur ekki verið snert í hátt í 2 ár núna þar sem það hefur virkað fínt en þegar ég keyri controllerinn kemur bara upp 1/3 access punktum og hann er meiraðsegja "managed by other device" svo ég hef engan aðgang. Þetta er tengt í gegnum official PoE sem fara 2 í switch og einn beint í router.

Ég hef auðvitað physical aðgang í tækin svo mín pæling er að taka þau öll niður, tengja lappa við þau, uppfæra firmware og resetta og vona að allt verði í góðu. Svona fyrir utan að kunna ekki að uppfæra fw, er þetta líklegt til að virka eða er ég að misskilja eitthvað hræðilega?

Með fyrirfram þökk,
Finnur.

Re: Unifi aðgangsvesen

Sent: Lau 16. Maí 2020 09:28
af Hjaltiatla
Ég hef einhvern tímann þurft að SSH tengjast inná access punkt/a og resetta þá í gegnum command line (cli) og adopta aftur á unifi controller og þá fór allt að dansa. Ef þetta er mjög lítið af búnaði sem er uppsett á controller þá gæti jafnvel verið einfaldara að setja upp allt stöffið aftur (ef það er ekki mikið um sérhæfðar stillingar).

edit: átt líka að geta resettað access punkt með að halda inni reset takka í 30 sek á access punktinum sjálfum.

Re: Unifi aðgangsvesen

Sent: Lau 16. Maí 2020 09:30
af Hjaltiatla
Hjaltiatla skrifaði:Ég hef einhvern tímann þurft að SSH tengjast inná access punkt/a og resetta þá í gegnum command line (cli) og adopta aftur á unifi controller og þá fór allt að dansa. Ef þetta er mjög lítið af búnaði sem er uppsett á controller þá gæti jafnvel verið einfaldara að setja upp allt stöffið aftur (ef það er ekki mikið um sérhæfðar stillingar).


SSH reset info
https://help.ui.com/hc/en-us/articles/205143490-UniFi-How-to-Reset-Devices-to-Factory-Defaults

Re: Unifi aðgangsvesen

Sent: Lau 16. Maí 2020 21:00
af Viktor
Resetar með takkanum aftan á AP og lætur controllerinn finna þá aftur

Re: Unifi aðgangsvesen

Sent: Mán 18. Maí 2020 12:29
af Jón Ragnar
Passaðu bara að ýta ekki of fast eins og ég lenti í.


Braut fjöðurina af og punkturinn forever í einhverju rugli haha