Sæll Árni,
Ég held að best væri fyrir þig að versla þér hub eða switch og share-a svo tengingunni á tölvunni sem er með ADSL módemið. Þá gætirðu plöggað nokkrum tölvum inn á sömu tenginguna.
Þá gæfirðu ADSL tölvunni IP töluna 192.168.0.1 (þ.e. netspjaldinu sem er tengt innranetinu (hubbnum/switch))
Svo í "Network neighbourhood"/"Network conenctions" myndirðu fara í properties á ADSL tengingunni og haka í "Internet connection sharing".
Öðrum tölvum á innranetinu myndirðu gefa IP tölu í sama flokk, þ.e. 192.168.0.2 - 192.168.0.255.
Og til að fá þær til að nota ADSL tenginguna sem þegar er til á tölvu 192.168.0.1 ætti uppsetning þeirra að vera eitthvað í þessa veru:
IP Address. . . . . . . . . . . . : 192.168.0.2
Subnet Mask . . . . . . . . . . . : 255.255.255.0
Default Gateway . . . . . . . . . : 192.168.0.1
DNS Servers . . . . . . . . . . . : 192.168.0.1
....þá held ég að þetta ætti að rokka, en örugglega til betri leiðbeiningar e-rsstaðar á vefnum.
kveðja,
Jóhann