Síða 1 af 1

Skipta um ISP vegna tölvuleikjaspilunar.

Sent: Sun 08. Maí 2005 12:22
af Daz
Nú vantar mig smá hjálp/upplýsingar. Ég er orðinn langþreyttur á Linksys routerinum mínum (WAG54G) og ég hef grun um að netveitan sem ég er hjá sé ekkert alltof traust (get ekki verið viss meðan ég er að nota þennan router). (Ég er tengdur gegnum HÍ).
Hvernig reynslu hafa menn af því að spila MMORPG leiki (WOW!!) hjá þessum netveitum sem eru í boði, helst vil ég samt fá að vita hvernig Hive er að reynast í þessu.
Svo er ég líka forvitinn að vita hvort þráðlausir routerar eru algert nei í svona netleikjum, auka þeir laggið mikið?

Sent: Sun 08. Maí 2005 16:40
af hallihg
Góður vinur minn er einmitt með þessa HÍ tengingu og að vera tengdur í gegnum fyrirtæki eða menntastofnun boðar aldrei gott fyrir leikjaspilun. Því er það ávísun á lagg því miður.

Sent: Sun 08. Maí 2005 16:56
af nomaad
HÍ tengingar eru ekki kúl fyrir leiki hef ég heyrt.

Hive eru að fá Evrópulink upp á 155 mb/s, það ætti eitthvað að skána hraðinn hjá þeim við það: Hive

Sent: Sun 08. Maí 2005 19:13
af einarsig
WoW er á bilinu 100-180 ping ... sem er svipað og margir aðrir playerar eru með í WoW ( þá útlenskir ) annars ég er með 6mbit frá símanum

Sent: Mán 09. Maí 2005 00:14
af daremo
Alls ekki fá þér tengingu frá Hive fyrir tölvuleikjaspilun!

Ég er að fá 400-4000ms í WoW á meðan félagi minn sem spilar með mér er alltaf með stöðugt 130ms frá símanum.

Að auki eru endalaus helvítis vandræði með eitthvað hjá Hive. Ég stórefast um að linkur til evrópu geti bætt upp fyrir óhæfni starfsmanna Hive sem virðast ekki getað haldið uppi stöðugu neti.

Sent: Mið 11. Maí 2005 19:48
af Daz
Bara svona skjóta því að, að á núverandi tengingu (OgVodafone ADSL lína og internet í gegnum HÍ) er ég að pinga frá 99 uppí u.þ.b. 300.

Sent: Fim 19. Maí 2005 11:28
af McFlip3
Wow þarf næstum enga bandvídd en hann er MJÖG viðkvæmur fyrir öllu packetloss. Það er örugglega það sem að þú ert að lenda í.
Annaðhvort ertu ekki að fá gott merki frá ISP´num eða þetta eru hreinlega truflanir í Þráðlausasambandinu þínu við Linksys sendinn.

Það er hægt að komast að því hvað er að.. Getur prófað að beintengja þig í hann með cat5 kapli (ef það er hægt) og traca t.d. mbl.is og traca mbl.is þegar þú ert tengdur þráðlaust.

Svo geturu prófað að skipta um snúruna frá routernum og í símatengilinn og tracað aftur. Ef að þú ert ekki að fá alla pakkana til baka er eitthvað að.
Oftast er fólk að fá lélegan svartíma en er að ná að senda alla pakkana frá sér samt.

(traca= start,run,cmd, og skrifa Tracert mbl.is)

Vona ða þetta geti eitthvað hjálpað þér

Sent: Fim 19. Maí 2005 12:11
af Yank
Búinn að spila fps leiki um alla Evrópu í einhver ár.
Síminn er það eina sem er traust í þessu varðandi ping og packet loss. Félagar mínir sem hafa verið hjá OgV hafa stundum verið allt í lagi en það á það til að klikka. Þannig fyrsta val fyri leiki er síminn, svo OgV. Annað er ávísun á vandræði.

Sent: Fim 19. Maí 2005 13:08
af JReykdal
<plögg>Enda er Síminn mikið að vinna fyrir gamers</plögg>

Sent: Fim 19. Maí 2005 13:39
af fallen
Síminn.

Sent: Fim 19. Maí 2005 14:41
af gnarr
vodafone all the way. ég hef ALDREI lent í vandræðum í online leikum með ogv

Sent: Fim 19. Maí 2005 18:13
af natti
wow smow... alveg nóg að spila multiplayer tetris (tetrinet) online.