Ubuntu 20.04 Focal Fossa
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Ubuntu 20.04 Focal Fossa
Eru einherjir byrjaðir að prófa Ubuntu 20.04 Focal Fossa?
https://www.omgubuntu.co.uk/2019/10/ubuntu-20-04-release-features
Sjálfur hef ég sótt "Daily build" og sett upp sem sýndarvél á lappann minn og það sem vekur mestan áhuga er zfs-on-root og built-in Dark mode möguleikinn. Einnig er Gnome 3.36 ansi hraðvirkt.
Ágætis samantekt um hvernig zfs-on-root built-in installer leiðin er að koma út í raunverulegri notkun.
https://arstechnica.com/gadgets/2020/03/ubuntu-20-04s-zsys-adds-zfs-snapshots-to-package-management/
Finnst mjög snjallt að geta einfaldað restore á system state og gögnum beint úr Grub, og einhvers konar semi auto-snapshot fídus sem er að keyra á bakvið tjöldin.
Þetta mun eflaust valda því að ég muni fara úr því að keyra Debian based Proxmox servera yfir í að keyra Ubuntu based KVM servera heima og tengjast þeim í gegnum Virtual machine manager á útstöðvunum til að tengjast sýndarvélum (mínar útstöðvar muni að sjálfsögðu munu keyra á Ubuntu 20.04).
Hvað finnst ykkur um þessa útgáfu?
https://www.omgubuntu.co.uk/2019/10/ubuntu-20-04-release-features
Sjálfur hef ég sótt "Daily build" og sett upp sem sýndarvél á lappann minn og það sem vekur mestan áhuga er zfs-on-root og built-in Dark mode möguleikinn. Einnig er Gnome 3.36 ansi hraðvirkt.
Ágætis samantekt um hvernig zfs-on-root built-in installer leiðin er að koma út í raunverulegri notkun.
https://arstechnica.com/gadgets/2020/03/ubuntu-20-04s-zsys-adds-zfs-snapshots-to-package-management/
Finnst mjög snjallt að geta einfaldað restore á system state og gögnum beint úr Grub, og einhvers konar semi auto-snapshot fídus sem er að keyra á bakvið tjöldin.
Þetta mun eflaust valda því að ég muni fara úr því að keyra Debian based Proxmox servera yfir í að keyra Ubuntu based KVM servera heima og tengjast þeim í gegnum Virtual machine manager á útstöðvunum til að tengjast sýndarvélum (mínar útstöðvar muni að sjálfsögðu munu keyra á Ubuntu 20.04).
Hvað finnst ykkur um þessa útgáfu?
Síðast breytt af Hjaltiatla á Mið 25. Mar 2020 12:04, breytt samtals 2 sinnum.
Just do IT
√
√
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
Hvað finnst ykkur um þessa útgáfu?
Er búinn að keyra 20.04 á Desktop hjá mér síðan í febrúar, er alltaf að verða betra og betra böggar að hreinsast upp, ennþá smá vandamál með nokkur gnome-shell-extensions en þetta lítur bara mjög vel út.
- Viðhengi
-
- Screenshot from 2020-03-25 12-18-10.png (1.21 MiB) Skoðað 10654 sinnum
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
kornelius skrifaði:Hvað finnst ykkur um þessa útgáfu?
Er búinn að keyra 20.04 á Desktop hjá mér síðan í febrúar, er alltaf að verða betra og betra böggar að hreinsast upp, ennþá smá vandamál með nokkur gnome-shell-extensions en þetta lítur bara mjög vel út.
Góður, hef ekki ennþá lagt í það að keyra 20.04 á aðal vélinni minni. Ákvað að setja upp til að byrja með sýndarvél og prófa eitt og annað (eina sem hefur verið að klikka hingað til er Spotify en verður pottþétt fixað).Maður er að búa til install scriptu (fyrir aðal vélina mína) fyrir hugbúnað og tól í millitíðinni.
Ætla að athuga hvort ég nái að færa .config möppuna af Ubuntu 19.10 uppsetningunni minni og setja upp á clean install af Ubuntu 20.04 (því ég ætla að fara yfir í zfs-on-root uppsetningu).
Just do IT
√
√
-
- Kóngur
- Póstar: 6484
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 312
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
ég er búinn að vera að keyra þetta í VM síðustu 2 vikur og lýst mjög vel á þetta.
Ég er einmit líka mjög spenntur fyrir þessar ZFS integration
Smá thread hijack / sidetrack
@Hjaltiatla Ég var að setja upp Proxmox á mánudag og tók eftir í installernum að þeir bjóða núna uppá ZFS. Hefurðu prófað þessa útfærslu? Hún krefst samt þess að maður setji upp RAID, en væntanlega fær maður incremental snapshots.
Ef ég skil þennann rétt, þá er hann að keyra Proxmox á Ubuntu https://blog.linuxserver.io/2019/07/16/ ... rver-2019/ hefurðu eitthvað skoðað þannig uppsetningu?
Ég er einmit líka mjög spenntur fyrir þessar ZFS integration
Smá thread hijack / sidetrack
@Hjaltiatla Ég var að setja upp Proxmox á mánudag og tók eftir í installernum að þeir bjóða núna uppá ZFS. Hefurðu prófað þessa útfærslu? Hún krefst samt þess að maður setji upp RAID, en væntanlega fær maður incremental snapshots.
Ef ég skil þennann rétt, þá er hann að keyra Proxmox á Ubuntu https://blog.linuxserver.io/2019/07/16/ ... rver-2019/ hefurðu eitthvað skoðað þannig uppsetningu?
"Give what you can, take what you need."
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
gnarr skrifaði:@Hjaltiatla Ég var að setja upp Proxmox á mánudag og tók eftir í installernum að þeir bjóða núna uppá ZFS. Hefurðu prófað þessa útfærslu? Hún krefst samt þess að maður setji upp RAID, en væntanlega fær maður incremental snapshots.
Ef ég skil þennann rétt, þá er hann að keyra Proxmox á Ubuntu https://blog.linuxserver.io/2019/07/16/ ... rver-2019/ hefurðu eitthvað skoðað þannig uppsetningu?
Hmm, reyndar ekki maður tékkar á þessu, takk fyrir ábendinguna.
ATM er aðal sölupunkturinn við að nota zfs-on-root á ubuntu 20.04 í minni homelab uppsetningu sá að ég er að nota fartölvur og Intel nuc með eingöngu 1 hdd og bakka upp allar VM's yfir á fileserver (fæ sem sagt Snapshot möguleikann og ákveðið gagnaöryggi með zfs).Kann ágætlega við Proxmox en mögulega hentar VMM + Cockpit við að remotely manage-a vélunum.
Just do IT
√
√
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
Hjaltiatla skrifaði:kornelius skrifaði:Hvað finnst ykkur um þessa útgáfu?
Er búinn að keyra 20.04 á Desktop hjá mér síðan í febrúar, er alltaf að verða betra og betra böggar að hreinsast upp, ennþá smá vandamál með nokkur gnome-shell-extensions en þetta lítur bara mjög vel út.
Góður, hef ekki ennþá lagt í það að keyra 20.04 á aðal vélinni minni. Ákvað að setja upp til að byrja með sýndarvél og prófa eitt og annað (eina sem hefur verið að klikka hingað til er Spotify en verður pottþétt fixað).Maður er að búa til install scriptu (fyrir aðal vélina mína) fyrir hugbúnað og tól í millitíðinni.
Ætla að athuga hvort ég nái að færa .config möppuna af Ubuntu 19.10 uppsetningunni minni og setja upp á clean install af Ubuntu 20.04 (því ég ætla að fara yfir í zfs-on-root uppsetningu).
Málið er hjá mér að ég er farinn að nota Linux bara eins og Android símann minn, læt Google sjá um öll afrit þannig að ef ég strauja vélina þá er þetta allt í skýinu + að ég er með sér partition fyrir /home þannig að þótt allt fari á versta veg þá er maður fljótari að setja svona Beta útgáfur bara upp aftur.
Varðandi VM að þá er ég að nota XCP-ng sem er algjörlega frítt fork úr Citrix XenServer og mér finnst það betra en Proxmox.
K.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
kornelius skrifaði:Málið er hjá mér að ég er farinn að nota Linux bara eins og Android símann minn, læt Google sjá um öll afrit þannig að ef ég strauja vélina þá er þetta allt í skýinu + að ég er með sér partition fyrir /home þannig að þótt allt fari á versta veg þá er maður fljótari að setja svona Beta útgáfur bara upp aftur.
Varðandi VM að þá er ég að nota XCP-ng sem er algjörlega frítt fork úr Citrix XenServer og mér finnst það betra en Proxmox.
K.
Ok, ertu þá bara að afrita gögn með rclone eða hvernig ertu að afrita gögn?
Mér finnst tíminn aðalega fara í við clean install að setja inn mín config í öll helstu forrit þ.e Firefox, VS code,spotify,VMM og mín leið er að gera einfalda bash scriptu til að setja upp forrit (vonandi í ansible playbook við tækifæri), afrita config stillingar og ég nota rclone til að afrita /home yfir í Onedrive þannig að ég afrita gögn þaðan á nýrri uppsetningu.
Valdi Proxmox yfir XCP-ng vegna zfs support en finnst nokkrir hlutir pirrandi við Proxmox t.d að þurfa að hræra í stillingum inní apt sources til að geta uppfært í byrjun (annars kemur einhver óskiljanlegur error, þurfti að google mig til um það til að byrja með) og fá þessi subscribe boð í hvert skipti sem ég logga mig inní webGui. Ef ég kemst upp með að nota KVM-QEMU-libvirt á ubuntu 20.04 serverum og notað VMM + Cockpit þá er ég mjög sáttur. Er að nota Containera meira og meira þessa dagana og mér sýnist Cockpit hafa betra support hvað það varðar vs Proxmox (á eftir að prófa).
Just do IT
√
√
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
Hjaltiatla skrifaði:kornelius skrifaði:Málið er hjá mér að ég er farinn að nota Linux bara eins og Android símann minn, læt Google sjá um öll afrit þannig að ef ég strauja vélina þá er þetta allt í skýinu + að ég er með sér partition fyrir /home þannig að þótt allt fari á versta veg þá er maður fljótari að setja svona Beta útgáfur bara upp aftur.
Varðandi VM að þá er ég að nota XCP-ng sem er algjörlega frítt fork úr Citrix XenServer og mér finnst það betra en Proxmox.
K.
Ok, ertu þá bara að afrita gögn með rclone eða hvernig ertu að afrita gögn?
Mér finnst tíminn aðalega fara í við clean install að setja inn mín config í öll helstu forrit þ.e Firefox, VS code,spotify,VMM og mín leið er að gera einfalda bash scriptu til að setja upp forrit (vonandi í ansible playbook við tækifæri), afrita config stillingar og ég nota rclone til að afrita /home yfir í Onedrive þannig að ég afrita gögn þaðan á nýrri uppsetningu.
Valdi Proxmox yfir XCP-ng vegna zfs support en finnst nokkrir hlutir pirrandi við Proxmox t.d að þurfa að hræra í stillingum inní apt sources til að geta uppfært í byrjun (annars kemur einhver óskiljanlegur error, þurfti að google mig til um það til að byrja með) og fá þessi subscribe boð í hvert skipti sem ég logga mig inní webGui. Ef ég kemst upp með að nota KVM-QEMU-libvirt á ubuntu 20.04 serverum og notað VMM + Cockpit þá er ég mjög sáttur. Er að nota Containera meira og meira þessa dagana og mér sýnist Cockpit hafa betra support hvað það varðar vs Proxmox (á eftir að prófa).
Nota rsync yfir NFS í alla afritunartöku líka snapshot úr VM.
Varðandi pakka sem á að setja upp aftur að þá er ég bara með textafæl með því sem ég vil setja upp og nota þennan oneliner:
xargs -a pakkar.txt sudo apt install
K.
-
- Gúrú
- Póstar: 583
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
- Reputation: 80
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
Spennandi. Er að keyra 19.10 á tveimur tölvum heima, en býst svosem ekki við að ég nenni að uppfæra þær fyrr en final release.
Fylgir eitthvað gagnaöryggi ZFS, ef maður ætlar ekki að raidz'a það? Bitrotið finnst við parity check, og ef ekkert raidz, ekkert parity check.
Ég hætti allavega að nenna að eiga við ZFS þegar ég mig langaði einhvern tímann að stækka raidz poolið hjá mér og það var, og er býst ég við ennþá, lífsins ómögulegt að stækka það án þess að búa til nýtt pool með tilheyrandi diskatapi. Fyrir utan resource hoggið, sérstaklega minni. Nema það hafi breyst nýlega, þá hélt ég allavega að ZFS ætti ekkert erindi á heimilin nema fyrir örfáa "enthusiast" sem eiga dedicated vélar fyrir skráarþjóna, og nægan tíma og áhuga til að sinna því.
Hmm, þegar ég hugsa þessa seinustu línu aðeins betur, þá á það líklega við ykkur hérna.
Fylgir eitthvað gagnaöryggi ZFS, ef maður ætlar ekki að raidz'a það? Bitrotið finnst við parity check, og ef ekkert raidz, ekkert parity check.
Ég hætti allavega að nenna að eiga við ZFS þegar ég mig langaði einhvern tímann að stækka raidz poolið hjá mér og það var, og er býst ég við ennþá, lífsins ómögulegt að stækka það án þess að búa til nýtt pool með tilheyrandi diskatapi. Fyrir utan resource hoggið, sérstaklega minni. Nema það hafi breyst nýlega, þá hélt ég allavega að ZFS ætti ekkert erindi á heimilin nema fyrir örfáa "enthusiast" sem eiga dedicated vélar fyrir skráarþjóna, og nægan tíma og áhuga til að sinna því.
Hmm, þegar ég hugsa þessa seinustu línu aðeins betur, þá á það líklega við ykkur hérna.
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
ZFS pool expansion var teasað árið 2017 en hef ekki fundið neitt um það síðan. https://twitter.com/OpenZFS/status/921042446275944448
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
Hannesinn skrifaði:Fylgir eitthvað gagnaöryggi ZFS, ef maður ætlar ekki að raidz'a það? Bitrotið finnst við parity check, og ef ekkert raidz, ekkert parity check.
Í stuttu máli já - smá lesning:
https://itsfoss.com/zfs-ubuntu/
Just do IT
√
√
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
arons4 skrifaði:ZFS pool expansion var teasað árið 2017 en hef ekki fundið neitt um það síðan. https://twitter.com/OpenZFS/status/921042446275944448
Hef ekki verið að fylgjast með Openzfs af einhverju viti nýlega , þetta eru upplýsingarnar á Ubuntu Wiki.
https://wiki.ubuntu.com/Kernel/Reference/ZFS
Held að Mirrored VDEVs meiki sense fyrir flesta í Home lab/selfhosted uppsetningum(að geta bætt við 2 diskum í einu í Data pool þegar þú villt expanda). ZFS er auðvitað hugsað sem enterprise lausn en persónulega þá finnst mér mjög gott að geta notað zfs-on-root þó svo að ég sé eingöngu að nota einn disk (til að fá snapshot möguleikann).
Just do IT
√
√
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
Ég hlakka til að uppfæra, ætli það verði ekki alveg fersk uppsetning þegar þetta kemur út. Kannski að maður hinkri eftir .1 útgáfu. Ég nota Ubuntu daglega.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
kornelius skrifaði:Varðandi pakka sem á að setja upp aftur að þá er ég bara með textafæl með því sem ég vil setja upp og nota þennan oneliner:
xargs -a pakkar.txt sudo apt install
K.
Ég er allavegana kominn á þennan stað akkúrat núna í mínu automation ferli, ákvað að hafa þetta í fleiri línum til að hafa þetta læsilegra
https://pastebin.com/u7J6igDS
Reikna ekki með að xargs virki þegar maður vill setja inn gpg lykla og repo handvirkt . Ég geri það allavegana handvirkt fyrir Sublime text, VS code, Spotify og Freeoffice í minni bash scriptu.
Eflaust hægt að gera þetta á annan máta en eǵ fékk þetta allavegana til að virka
Afrita svo .config , .vscode , .mozilla , .ssh og /home þegar ég svissa yfir í 20.04 þegar ég færi mig úr VM yfir á fartölvuna sem keyrir Ubuntu 19.10 þegar 20.04 verður sleppt útí kosmósið 23.apríl
Just do IT
√
√
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
https://www.tecrobust.com/ubuntu-20-04- ... times/amp/
Counter
https://countle.com/zUxIEYaip
Ubuntu 20.04 Wiki
https://wiki.ubuntu.com/FocalFossa/ReleaseNotes
The release is set April 23, 2020 and expected between 6.00 pm-11.00 pm BST
Counter
https://countle.com/zUxIEYaip
Ubuntu 20.04 Wiki
https://wiki.ubuntu.com/FocalFossa/ReleaseNotes
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fim 23. Apr 2020 14:15, breytt samtals 1 sinni.
Just do IT
√
√
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
Búinn að uppfæra úr ubuntu 19.10 í 20.04 á báðum fartölunum mínum og allt gekk vel.
Tók síðan uppá því að strauja báðar vélanar og prófa zfs-on-root fídusinn (aðal gallinn er að maður getur ekki virkjað LUKS encryption í installinu líkt og er í boði með LVM). Met stöðuna hvort ég get náð álíka dulkóðun með zfs-on-root með góðu móti.
Öll forrit virka mjög vel og tók t.d eftir að bæði spotify og draw.io (desktop offline útgáfan) eru komin í snap store sem er snilld.
Ætla að prófa þetta gaming mode sem er í boði í Ubuntu 20.04 í gegnum Steam (nota proton á bakvið tjöldin til að fá windows leiki til að virka).
Er alvarlega byrjaður að skoða að versla mér nýjan server sem myndi verða uppsettur með Ubuntu20.04 zfs-on-root (2 stk ssd) og 4 stk 3,5" 4TB hdd í zfs mirrored Vdev Pool og myndi verða Docker host/File server
Veiking krónunnar er samt að gera það að verkum að maður er ennþá ekki viss hvort maður láti verða af því
https://pcpartpicker.com/list/dg9pMc
Tók síðan uppá því að strauja báðar vélanar og prófa zfs-on-root fídusinn (aðal gallinn er að maður getur ekki virkjað LUKS encryption í installinu líkt og er í boði með LVM). Met stöðuna hvort ég get náð álíka dulkóðun með zfs-on-root með góðu móti.
Öll forrit virka mjög vel og tók t.d eftir að bæði spotify og draw.io (desktop offline útgáfan) eru komin í snap store sem er snilld.
Ætla að prófa þetta gaming mode sem er í boði í Ubuntu 20.04 í gegnum Steam (nota proton á bakvið tjöldin til að fá windows leiki til að virka).
Er alvarlega byrjaður að skoða að versla mér nýjan server sem myndi verða uppsettur með Ubuntu20.04 zfs-on-root (2 stk ssd) og 4 stk 3,5" 4TB hdd í zfs mirrored Vdev Pool og myndi verða Docker host/File server
Veiking krónunnar er samt að gera það að verkum að maður er ennþá ekki viss hvort maður láti verða af því
https://pcpartpicker.com/list/dg9pMc
Just do IT
√
√
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
Prófaði að uppfæra test þjón hjá mér og gekk vel fyrir utan að netið kom ekki inn.
Ástæðan var conflict milli cloud-init og netplan því ég er með bridge skilgreint í netplan configginu.
Þ.e. cloud-init byrjaði á því að stilla nic-ið sem þýddi það að netskilgreiningarnar í netplan skiluðu sér ekki.
Leystist með því að fjarlægja cloud-init og þá kom netið inn við næsta reboot.
Uppfærslan á fartölvunni gekk vel án vandræða.
Ástæðan var conflict milli cloud-init og netplan því ég er með bridge skilgreint í netplan configginu.
Þ.e. cloud-init byrjaði á því að stilla nic-ið sem þýddi það að netskilgreiningarnar í netplan skiluðu sér ekki.
Leystist með því að fjarlægja cloud-init og þá kom netið inn við næsta reboot.
Uppfærslan á fartölvunni gekk vel án vandræða.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
Gekk eins og í sögu að setja upp Wireguard server uppá rpi3b+ á ubuntu 20.04 server
https://ubuntu.com/download/raspberry-pi
Finnst þessar leiðbeiningar henta vel (svipað flókið ferli og að útbúa SSH lykla)
https://www.linode.com/docs/networking/vpn/set-up-wireguard-vpn-on-ubuntu/
https://ubuntu.com/download/raspberry-pi
Finnst þessar leiðbeiningar henta vel (svipað flókið ferli og að útbúa SSH lykla)
https://www.linode.com/docs/networking/vpn/set-up-wireguard-vpn-on-ubuntu/
Just do IT
√
√
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
Mér finnst svo margir á þessum þræði vera voðalega spenntir yfir "nýjum" fítusum í Ubuntu.
Ef þið ykkur finnst allt nýtt svona gott, afhverju notið þið ekki bara rolling distro eins og t.d. Arch?
Maður þarf bara að kíkja á archlinux.org á ca 2 mánaða fresti þegar update brickar vélina manns, en annars er þetta rock solid
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
daremo skrifaði:Ef þið ykkur finnst allt nýtt svona gott, afhverju notið þið ekki bara rolling distro eins og t.d. Arch?
Maður þarf bara að kíkja á archlinux.org á ca 2 mánaða fresti þegar update brickar vélina manns, en annars er þetta rock solid
Ákvað það frá upphafi að halda mig eingöngu við þokkalega stable distro á desktop vélunum sem ég hafði hugsað mér að setja upp Linux.
Í dag eru það Ubuntu og Fedora (nota reyndar ekkert Fedora af viti) en gæti dottið inní það að skoða Manjaro því þeir virðast vera að gera skemmtilega hluti.
Just do IT
√
√
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
Komið á borðtölvuna og virkar vel, fersk uppsetning. Fartölvan næst. Það fyrsta sem ég tók eftir, sá það líka í beta liveusb, að WiFi prentarinn kom inn sjálfkrafa og virkaði vandræðalaust. Magnað alveg, prentarinn hefur verið með bölvað vesen og virkað eins og honum hentar frá því ég keypti hann, hvort sem það hafi verið á Windows, macos, iOS, Android og Ubuntu.
Annars eru menn úti í heimi að bölsótast út í snap kerfið, hafið þið skoðun á því? Sum virka vel, bjóða upp á forrit sem hafa verið ófáanleg af ýmsum ástæðum.
Annars eru menn úti í heimi að bölsótast út í snap kerfið, hafið þið skoðun á því? Sum virka vel, bjóða upp á forrit sem hafa verið ófáanleg af ýmsum ástæðum.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
ABss skrifaði:Annars eru menn úti í heimi að bölsótast út í snap kerfið, hafið þið skoðun á því? Sum virka vel, bjóða upp á forrit sem hafa verið ófáanleg af ýmsum ástæðum.
Hef persónulega ekkert á mót Snap þótt ég noti hefðbundna apt/deb package ef það er í boði. Á desktop vélinni þá finnst mér fínt að installa spotify,Telegram,Slack,Opera,Chromium með Snap , einfaldar þeim sem eru að gefa út forrit fyrir Ubuntu Platform-ið að pusha út uppfærslum (einnig getur þetta hentað mjög vel á serverum ef þú villt tryggja að snap package brjóti ekki einhvern undirliggjandi package á stýrikerfinu sjálfu).
Sjálfur nota ég frekar Docker containera á serverum og leyfi config file-um fyrir containera að lifa á fileysteminu og tek afrit af configgi (svipað concept og snap en ég hef meiri stjórn á kóðanum sem þarf að keyra Application-ið).
Ég nota einfaldlega það sem hentar hverju sinni
Just do IT
√
√
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
Hjaltiatla skrifaði:ABss skrifaði:Annars eru menn úti í heimi að bölsótast út í snap kerfið, hafið þið skoðun á því? Sum virka vel, bjóða upp á forrit sem hafa verið ófáanleg af ýmsum ástæðum.
Hef persónulega ekkert á mót Snap þótt ég noti hefðbundna apt/deb package ef það er í boði. Á desktop vélinni þá finnst mér fínt að installa spotify,Telegram,Slack,Opera,Chromium með Snap , einfaldar þeim sem eru að gefa út forrit fyrir Ubuntu Platform-ið að pusha út uppfærslum (einnig getur þetta hentað mjög vel á serverum ef þú villt tryggja að snap package brjóti ekki einhvern undirliggjandi package á stýrikerfinu sjálfu).
Sjálfur nota ég frekar Docker containera á serverum og leyfi config file-um fyrir containera að lifa á fileysteminu og tek afrit af configgi (svipað concept og snap en ég hef meiri stjórn á kóðanum sem þarf að keyra Application-ið).
Ég nota einfaldlega það sem hentar hverju sinni
Ég held einmitt að þetta sé bara allt í lagi fyrir venjulega notkun, t.d. forritin sem þú nefndir og sambærilegt. Einmitt minna vesen en að þurfa að bæta við í apt sources eða svipað til að fá forrit eða nýrri útgáfu en Ubuntu styður. Ég las að þetta hentar illa á vefþjóni því þetta stoppar / endurræsir forrit sjálfkrafa til að uppfæra, eitthvað sem hentar illa þar.
Það getur líka verið ókostur að ekki er hægt að færa ~/snap möppuna með góðu móti.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
ABss skrifaði:
Ég held einmitt að þetta sé bara allt í lagi fyrir venjulega notkun, t.d. forritin sem þú nefndir og sambærilegt. Einmitt minna vesen en að þurfa að bæta við í apt sources eða svipað til að fá forrit eða nýrri útgáfu en Ubuntu styður. Ég las að þetta hentar illa á vefþjóni því þetta stoppar / endurræsir forrit sjálfkrafa til að uppfæra, eitthvað sem hentar illa þar.
Það getur líka verið ókostur að ekki er hægt að færa ~/snap möppuna með góðu móti.
Vinsælustu Snap packages í snap store eru þeir sem eru hugsaðir fyrir servera (þannig að það eru greinilega ekki allir sammála þér eða þeim sem skrifaði það sem þú last).
Þessi aðili hjá Ubuntu benti okkur á þetta í ákveðinni Telegram grúppu.
https://wiki.ubuntu.com/AlanPope
Kom mér pínu á óvart.
Just do IT
√
√
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Ubuntu 20.04 Focal Fossa
Hjaltiatla skrifaði:ABss skrifaði:Annars eru menn úti í heimi að bölsótast út í snap kerfið, hafið þið skoðun á því? Sum virka vel, bjóða upp á forrit sem hafa verið ófáanleg af ýmsum ástæðum.
Hef persónulega ekkert á mót Snap þótt ég noti hefðbundna apt/deb package ef það er í boði. Á desktop vélinni þá finnst mér fínt að installa spotify,Telegram,Slack,Opera,Chromium með Snap , einfaldar þeim sem eru að gefa út forrit fyrir Ubuntu Platform-ið að pusha út uppfærslum (einnig getur þetta hentað mjög vel á serverum ef þú villt tryggja að snap package brjóti ekki einhvern undirliggjandi package á stýrikerfinu sjálfu).
Sjálfur nota ég frekar Docker containera á serverum og leyfi config file-um fyrir containera að lifa á fileysteminu og tek afrit af configgi (svipað concept og snap en ég hef meiri stjórn á kóðanum sem þarf að keyra Application-ið).
Ég nota einfaldlega það sem hentar hverju sinni
Snap er snilld ef forritið er stateless. Hinsvegar þá eru fæst forrit 100% stateless og þá koma upp vandamál upp sem pirra notendur.
Það sem pirrar mig mest við snap er langur startup tími. Snap er í raun bara squashfs skrá með öllum dependencies og þegar maður ræsir snap forrit í fyrsta skiptið þá þarf snap að "afþjappa" og mount-a squashfs skránna.
Síðan eru mörg forrit gerð að snap pakka sem hafa ekkert með það að gera. Ég get skilið forrit eins og chromium (sem er flókið að build-a sérstaklega fyrir LTS distro) og 3rd party hugbúnað en native hugbúnaður sem þurfa ekki sérstakt sandbox þá meikar það ekkert sense (sbr. gnome-calculator snap pakki)
Síðan er vandamálið er að "stable" í snap þýðir ekki það sama og stable í distro-inu. Ef þú ert t.d. að nota lxd snap-ið þá hefuru enga stjórn hvenær þú færð næstu stable útgáfu (sem gæti verið major útgáfubreyting).