NTV skólinn og möguleikar eftir það


Höfundur
Richter
has spoken...
Póstar: 194
Skráði sig: Mið 16. Maí 2018 10:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

NTV skólinn og möguleikar eftir það

Pósturaf Richter » Mán 23. Mar 2020 10:06

Sælir vaktarar!

Mig langar að forvitnast til um það hvort einhver hér sé með eða þekkir til einhvers sem hefur lokið Kerfisstjóra og eða Forritunarbrautinni frá NTV skólanum?

Ég sé bara þessa himinháu upphæð sem þarf að borga til þess að taka 3 annir hjá þeim en ekkert heim um möguleika í starfi að námi loknu. Er ég að fara vera tilbúinn í þau störf sem eru í boði í þessum geira og í samanburði við Háskólana, er þetta langt frá því?

Hlakka til að heyra frá ykkur, takk fyrir mig!




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Tengdur

Re: NTV skólinn og möguleikar eftir það

Pósturaf AntiTrust » Mán 23. Mar 2020 11:14

Hæ,

Ég er einn af kennurunum sem kennir kerfisstjóranámið við NTV og því alls ekki hlutlaus en ætti að geta svarað spurningum hvað þá braut varðar.

Kerfisstjóranámið á fátt sameiginlegt með því sem er kennt i Háskólanum og er talsvert sérhæfðara. Tölvunám í háskólum er mikið forritunarmiðaðra og opnar ekki á sömu starfstækifæri, á meðan NTV námið kennir þér það sem þú þarft að kunna í kerfisstjórastarfinu - en sem minnst út fyrir það.

Fyrir nokkrum vikum kollvarpaði Microsoft hinsvegar alveg stefnunni sinni hvað Microsoft gráðurnar varðar og það má því búast við því að námið næsta haust verið með talsvert öðru sniði en hefur tíðkast hingað til, þ.e. það eru engar MCSA/MCSE gráður lengur sem verður hægt að taka fyrir WS2016 eða WS2019 eftir sumarið.

Ég get þó vottað fyrir það að sterkustu nemendurnir í hverjum bekk fyrir sig eru nánast undantekningarlaust komnir með vinnu í kringum eða rétt eftir að náminu lýkur. Sumir koma sér inn í fyrirtæki með því að byrja í útstöðvaþjónustu og fara svo þaðan af í kerfisstjórnunarstöður, aðrir eru heppnir og næla sér strax í kerfisstjórastöðu.

Það er svo alls ekkert nauðsynlegt að taka allar 3 annirnar í Kerfisstjórabrautinni nema ætlunin sé að verða one-man-army - í mörgum stöðum í stærri fyrirtækjum hefuru hreint ekki tækifærið til þess að nýta þér bæði Microsoft og Cisco sérþekkingu.




Strákurinn
Nörd
Póstar: 102
Skráði sig: Mið 25. Maí 2016 19:15
Reputation: 27
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: NTV skólinn og möguleikar eftir það

Pósturaf Strákurinn » Mán 23. Mar 2020 11:35

Ég fór í NTV í Netstjórnun áfangann hjá þeim (CCENT, CCNA R&S) fyrir rúmum tveim árum síðan.
Ég var kominn með vinnu hjá Advania sem tæknimaður netkerfa áður en náminu lauk, má kannski bæta við að ég hef einnig unnið sem rafvirki í þónokkur ár.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: NTV skólinn og möguleikar eftir það

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 23. Mar 2020 12:12

Mér sýnist "Tækniþjónustu" námið hjá NTV bjóða uppá þjálfun á vinnustað og er ekki brjálæðislega dýrt ef þú færð styrkinn.
http://www.ntv.is/is/kerfisnam/taeknithjonusta

Edit: Hentar mögulega vel ef þú villt vinna hjá managed service provider (Origo-Advania-Þekking-Opin Kerfi etc..)
Það er stór munur að vinna í innanhúss kerfisstjóra teymi hjá fyrirtækjum (færð yfirleitt að snerta á búnaði) vs hjá fyrirtækjum sem er með sértækar deildir fyrir mismunandi kerfisstjórahlutverk eins og flest þessi MSP fyrirtæki hérlendis.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Mán 23. Mar 2020 12:35, breytt samtals 2 sinnum.


Just do IT
  √