Lagning á símavír nálægt rafmagni
Sent: Lau 07. Mar 2020 22:21
Sælir
Símavírinn inn á heimilið kemur inn í íbúðina hjá mér á annarri hæðinni og er svo þræddur niður í tölvuherbergi á fyrstu hæðinni. Hann liggur nálægt rafmagnstöflunni hjá mér.
Eins og sjá má á myndinni þá hangir hann bara neðan úr loftinu í smá fjarlægð frá rafmagnssnúrunum. En mig langaði að ganga aðeins betur frá þessu og spyr því ykkur, hversu nálægt má ég setja símalínuna við rafmagnssnúrurnar? Verður einhver truflun af rafsegulsviði rafmagnsins?
Símavírinn er þessi guli og blái vír á myndinni.
Á reyndar von á því að það verði lagður ljósleiðari inn á heimilið í sumar og þá er spurning hvort maður þurfi nokkuð að spá í þessum vír.
Kv. Elvar
Símavírinn inn á heimilið kemur inn í íbúðina hjá mér á annarri hæðinni og er svo þræddur niður í tölvuherbergi á fyrstu hæðinni. Hann liggur nálægt rafmagnstöflunni hjá mér.
Eins og sjá má á myndinni þá hangir hann bara neðan úr loftinu í smá fjarlægð frá rafmagnssnúrunum. En mig langaði að ganga aðeins betur frá þessu og spyr því ykkur, hversu nálægt má ég setja símalínuna við rafmagnssnúrurnar? Verður einhver truflun af rafsegulsviði rafmagnsins?
Símavírinn er þessi guli og blái vír á myndinni.
Á reyndar von á því að það verði lagður ljósleiðari inn á heimilið í sumar og þá er spurning hvort maður þurfi nokkuð að spá í þessum vír.
Kv. Elvar