Síða 1 af 1

Apple tv USA uppsetning

Sent: Fim 20. Feb 2020 13:38
af Richter
Sælir,

Er einhver með guidelines, linka eða ráð um hvernig er breytt staðsetningu Apple tv svo hægt sé að ná í Disney+?

Re: Apple tv USA uppsetning

Sent: Fim 20. Feb 2020 13:53
af Jón Ragnar
Setur bara góðan DNS á Apple TV.

Ég nota Smart DNS Proxy fyrir allt USA tengt. iTunes aðgangurinn minn er svo staðsettur í USA því að DIsney+ virðist rukka hann eins og staðan er núna

Re: Apple tv USA uppsetning

Sent: Fim 20. Feb 2020 14:21
af russi
Jón Ragnar skrifaði:Setur bara góðan DNS á Apple TV.

Ég nota Smart DNS Proxy fyrir allt USA tengt. iTunes aðgangurinn minn er svo staðsettur í USA því að DIsney+ virðist rukka hann eins og staðan er núna


Store þarf að vera á USA eins og J'on Ragnar segir, ert með itunes inneign eða kreditkort bundið við þann account til að borga, VPN/DNS Proxy til að horfa á

Re: Apple tv USA uppsetning

Sent: Fim 20. Feb 2020 14:24
af asgeireg
Þarft að búa þér til appleID sem er í USA, ef þú átt ekki Iphone eða Ipad þá getur það orðið vesen þar sem það er ekki hægt að gera það í AppleTV eða Itunes.
Eins getur þú ekki notað Íslenskt kredit/debet kort, þarft að kaupa Itunes inneign til að virkja þetta.

Getur notað þetta: https://einstein.is/2019/01/11/notadu-hulu-a-islandi/

Ég tók tvo mánuði á þessu Disney+ og var fyrir miklum vonbrygðum, ekkert nýtt þarna nema mandalorian og restin bara gamalt efni frá disney. Ef þú ert með krakka sem að skilja ensku eða nenna að horfa á þetta á ensku eða átt eftir að sjá allt Marvel eða Star Wars þá er þetta sniðugt.