Tengivandræði með Speedtouch 580 router


Höfundur
Grosny
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mið 20. Apr 2005 11:22
Reputation: 0
Staðsetning: Hfj.
Staða: Ótengdur

Tengivandræði með Speedtouch 580 router

Pósturaf Grosny » Mið 20. Apr 2005 11:25

Þannig er mál með vexti að ég var að fá þráðlausan Speedtouch 580 router en fæ hann ekki til að virka almennilega.
Þegar ég er búinn að setja hann upp með disknum sem fylgdi honum og ætla að tengjast netinu nær hann að tengjast, en eftir svona 1 min. slítur hann sambandinu.

Fór með hann á verkstæði símans og sögðu þeir mér að routerinn virkaði fínt, bentu mér á að ég gæti verið með vírus eða eitthvað svoleiðis á tölvunni sem sliti alltaf sambandinu.
Prufaði að skanna tölvuna (Avast) en hann fann ekkert.
Er með Speedtouch 510 router sem virkar fullkomlega þannig að mér fynnst þetta frekar skrýtið.

Nánari upplýsingar um uppsetninguna á tölvunni : Er með Win Xp Pro + sp1. Sygate personal firewall pro og avast antivirus. Skanna tölvuna reglulega með avast, ccleaner, ad-aware og spybot þannig að ég myndi halda að þetta væri ekki eitthvað tengt vírusum eða þvíumlíku.

Búinn að ath. allar snúrur og þvíumlíkt og allt virðist vera í góðu lagi þar. Einnig prufað að slökkva á eldveggnum, en allt kemur fyrir ekki.
Anyways, allar ábendingar og öll hjálp væri vel þegin. Er að verða brjálaður á þessu rugli.




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Mið 20. Apr 2005 13:30

hmm.. hvernig ertu að tengjast honum? með snúru? prufaðu að redda þér wireless lan korti og gá hvort að það virki betur :?




Höfundur
Grosny
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mið 20. Apr 2005 11:22
Reputation: 0
Staðsetning: Hfj.
Staða: Ótengdur

Pósturaf Grosny » Mið 20. Apr 2005 17:41

Systir mín er með fartölvu með þráðlausu netkorti, gerist nákvæmlega það sama hjá henni...




mbh
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fös 02. Júl 2004 22:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf mbh » Fim 21. Apr 2005 20:49

Varstu búinn að ýta á reset takkan í 7 sek og setja routerinn svo upp aftur, ef það lagar ekki málið, og þú ert viss um að tölvan sjálf sé ekki um að kenna, ættirðu að fara aftur með routerinn niðrí síma og fá annan.




einarsig
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Fös 18. Jún 2004 22:18
Reputation: 0
Staðsetning: 113 rvk
Staða: Ótengdur

Pósturaf einarsig » Fim 21. Apr 2005 22:15

lenti í vandræðum með vél sem ég tengi við routerinn minn, hún var vírus smituð frá helvíti og var greinilega að senda e-a pakka frá sér og þegar routerinn fékk þá ... þá fór netið til helvítis .. þannig að þó þú sért búinn að skanna með avast myndi ég prófa að leita með annari vörn til öryggis ;) housecall.trendmicro.com er frí online scan t.d




Höfundur
Grosny
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mið 20. Apr 2005 11:22
Reputation: 0
Staðsetning: Hfj.
Staða: Ótengdur

Pósturaf Grosny » Sun 24. Apr 2005 19:43

Takk fyrir hjálpina, en vandamálið reyndist vera straumbreytirinn. Fékk annan og virkar routerinn fínt núna. :D