Síða 1 af 1

Hraði á utanlandsneti

Sent: Þri 03. Sep 2019 22:20
af Molfo
Kvöldið.

Eru fleiri en ég að lenda í alveg ömurlegum hraða á erlendu neti?
Er með 1000/1000 hjá Vodafone og fær 0.82 Mbps DL og 56 Mbps UL til USA og 1.37 Mbps DL og 687 Mbps UP til Evrópu..

Eru aðrir að lenda í þessu.
Þetta var í fínu lagi hjá mér um 18 leitið í kvöld..

Kv.

Molfo

Re: Hraði á utanlandsneti

Sent: Mið 04. Sep 2019 13:26
af Dr3dinn
Kemur stundum á mínum router (hringdu) ef ég hef ekki rsað í fleiri fleiri mánuði :)

Myndi prófa það fyrst. Næst hafa samband við vodafone og láta þá athuga þetta.

Re: Hraði á utanlandsneti

Sent: Mið 04. Sep 2019 20:04
af orn
Það var neyðarviðgerð á öðrum FarIce leiðaranum í gærkvöldi. Líklega hafa Vodafone ekki næga rýmd til að keyra á öðru sambandinu á háannatíma, eða að þeir lentu í einhverjum vandræðum í tengslum við rofið.

Re: Hraði á utanlandsneti

Sent: Mið 04. Sep 2019 22:54
af Molfo
@orn

Það hljómar mjög líklegt.. þetta er búið að vera í góðu lagi í dag og í kvöld.
Ég sá bara ekkert um þetta inni á heimasíðu Vodafone..

Kv.

Molfo

Re: Hraði á utanlandsneti

Sent: Mið 04. Sep 2019 23:30
af mort
Þetta var eitthvað undarlegt, við misstum engin utanlandssambönd og við þolum það mjög vel - nægt capacity. En um 22:20 þá misstum við eina tengingu við okkar upstream - en eigum samt nægilega bandvídd þrátt fyrir að missa þessa tengingu. En okkar upstream talaði um eitthvað major fíber vesen hjá Telia og/eða TDC sem gæti hafa haft mun víðtækari áhrif. Á eftir að fá skýringu hvað gerðist nákvæmlega.

Re: Hraði á utanlandsneti

Sent: Mið 04. Sep 2019 23:43
af orn
Skil. Fyndið að þetta skuli lenda innan sama maintenance glugga.

Re: Hraði á utanlandsneti

Sent: Mið 04. Sep 2019 23:53
af mort
Tjah, ég er nokkuð viss að sjálfir Farice og Danice voru uppi í gær hvað okkur varðar. En það gæti vel verið að það hafi verið viðhaldsvinna í "backhaul" sem Farice notar, en það hefur þá áhfrif á ákveðna viðskiptavini. Nema þú vitir meira. Það gætu vel verið sömu providerar og við lentum í vandræðum með.

En það verður farið yfir þetta og skoðað hvað gerðist og af hverju þetta var svona víðtækt.

Re: Hraði á utanlandsneti

Sent: Fim 05. Sep 2019 15:14
af orn
Nei, ég veit ekkert meira. Stundum er það bara þannig að ótengd mál koma upp á sama tíma. Mjög hvimleitt þegar maður er að reyna að debugga :)