Skipta út Nova router fyrir Edgerouter X - pæling
Sent: Þri 02. Apr 2019 16:41
Sælir.
Ég vil endilega skipta út Huawei routernum sem kemur frá Nova með ljósleiðaratengingunni þeirra fyrir eitthvað alminnilegra. Er búinn að vera að skoða Edgerouter X + UniFi AC Lite AP og hugmyndin að panta frá eurodk.com.
Áður en ég skelli pöntuninni af stað þá var ég með nokkrar pælingar sem mér þætti vænt um að fá álit á frá fróðari mönnum:
Það er víst hægt að powera Edgerouterinn með PoE In, er ljósleiðaraboxið frá Gagnaveitunni með PoE út þannig að það er nóg að tengja Edgerouterinn við ljósleiðaraboxið með einni CAT5E snúru? Eða þarf ég einhvern power adapter/PoE Injector með Edgerouternum?
Ljósleiðaraboxið er í rafmagnstöflu og þaðan eru dregnir CAT5E kaplar í hvert herbergi (~80fm ný íbúð). Ég hafði séð fyrir mér að hafa Edgerouterinn bara með ljósleiðaraboxinu í rafmagnstöflunni og hafa þá bara UniFi AC Lite AP í stofunni, tengt við Edgerouterinn gegnum CAT5E (PoE) plugg og inn í rafmagnstöflu. Er UniFi AC Lite AP besti kosturinn til að dreifa netinu um íbúðina? Mér finnst eins og netið nái ekki nógu vel inn í svefnherbergi með núverandi router, hver er besti kosturinn ef ég við hafa tvö loftnet (eitt í stofunni og eitt í svefnherberginu) að dreifa sama WiFi netinu? Það eru CAT5E snúrur frá rafmagnsboxi að báðum herbergjum en t.d. bara eitt PoE út á Edgerouter X. Þyrfti ég Edgerouter POE útgáfuna og tvö stk AC Lite AP eða einhverja aðra útfærslu?
Ég sé fyrir mér að nota mest bara WiFi, er ekki með borðtölvu sem krefst Ethernet plögg. Eina fiktið sem ég sé fyrir mér akkúrat núna er að ég er með ExpressVPN aðgang og þyrfti helst að geta sett upp Edgerouterinn þannig að bara Chromecast Ultra traffik fari gegnum VPN tengingu setta upp í routernum en önnur traffik ekki til að geta horft á US Netflix í Chromecast. Nota svo bara ExpressVPN appið/forritið á öðrum græjum til að stjórna hvort traffik fari gegnum VPN eða ekki. Skv. því sem ég hef lesið þá er það vel gerlegt en væri gott að fá staðfestingu á því.
Og ein pæling í viðbót, er ég að fara að sjá meiri hraða á WiFi tengingunni með þessum router + AP? Er að ná um 260-270 niður núna yfir WiFi en ég er ekki nógu vel inní þessum 802.11AC WiFi pælingum.
Takk fyrir hjálpina!
Ég vil endilega skipta út Huawei routernum sem kemur frá Nova með ljósleiðaratengingunni þeirra fyrir eitthvað alminnilegra. Er búinn að vera að skoða Edgerouter X + UniFi AC Lite AP og hugmyndin að panta frá eurodk.com.
Áður en ég skelli pöntuninni af stað þá var ég með nokkrar pælingar sem mér þætti vænt um að fá álit á frá fróðari mönnum:
Það er víst hægt að powera Edgerouterinn með PoE In, er ljósleiðaraboxið frá Gagnaveitunni með PoE út þannig að það er nóg að tengja Edgerouterinn við ljósleiðaraboxið með einni CAT5E snúru? Eða þarf ég einhvern power adapter/PoE Injector með Edgerouternum?
Ljósleiðaraboxið er í rafmagnstöflu og þaðan eru dregnir CAT5E kaplar í hvert herbergi (~80fm ný íbúð). Ég hafði séð fyrir mér að hafa Edgerouterinn bara með ljósleiðaraboxinu í rafmagnstöflunni og hafa þá bara UniFi AC Lite AP í stofunni, tengt við Edgerouterinn gegnum CAT5E (PoE) plugg og inn í rafmagnstöflu. Er UniFi AC Lite AP besti kosturinn til að dreifa netinu um íbúðina? Mér finnst eins og netið nái ekki nógu vel inn í svefnherbergi með núverandi router, hver er besti kosturinn ef ég við hafa tvö loftnet (eitt í stofunni og eitt í svefnherberginu) að dreifa sama WiFi netinu? Það eru CAT5E snúrur frá rafmagnsboxi að báðum herbergjum en t.d. bara eitt PoE út á Edgerouter X. Þyrfti ég Edgerouter POE útgáfuna og tvö stk AC Lite AP eða einhverja aðra útfærslu?
Ég sé fyrir mér að nota mest bara WiFi, er ekki með borðtölvu sem krefst Ethernet plögg. Eina fiktið sem ég sé fyrir mér akkúrat núna er að ég er með ExpressVPN aðgang og þyrfti helst að geta sett upp Edgerouterinn þannig að bara Chromecast Ultra traffik fari gegnum VPN tengingu setta upp í routernum en önnur traffik ekki til að geta horft á US Netflix í Chromecast. Nota svo bara ExpressVPN appið/forritið á öðrum græjum til að stjórna hvort traffik fari gegnum VPN eða ekki. Skv. því sem ég hef lesið þá er það vel gerlegt en væri gott að fá staðfestingu á því.
Og ein pæling í viðbót, er ég að fara að sjá meiri hraða á WiFi tengingunni með þessum router + AP? Er að ná um 260-270 niður núna yfir WiFi en ég er ekki nógu vel inní þessum 802.11AC WiFi pælingum.
Takk fyrir hjálpina!