Síða 1 af 1

Plex þjónn á internetið

Sent: Mán 01. Apr 2019 18:48
af thiwas
Sæl öll,
Ein spurning,

Ég er með Plex þjón á heimaneti án domains, sem mig langar að geta tengst utan frá í gegnum lén sem ég á eftir að kaupa.
þannig að ég komist inn á þjóninn þá í gegnum t.d. "plex.domain.com"

Hvað þarf ég að gera til að koma þessu í einhvern farveg, það sem ég var að pæla er að kaupa eitthvað lén en síðan er ég ekki klár hvað ég geri svo.

Er einhver með lausn á þessu ?

Re: Plex þjónn á internetið

Sent: Mán 01. Apr 2019 19:04
af arons4
Kaupir lénið, vísar subdomaininu plex á ytri iptölu þína, port forwardar porti 443 eða 80 á ytra netinu á port 32400 á innra netinu og þá á þetta að ganga.

Önnur mikið skynsamari leið væri að portforwarda porti 32400:32400 á routernum og nálgast þetta í gengnum https://app.plex.tv/desktop