https dauðinn fyrir vefsíður litla mannsins?
Sent: Þri 26. Mar 2019 20:01
Ég er reglulega byrjaður á að rekast á hinar og þessar vefsíður, reknar af smáum aðilum, litlum fyrirtækjum, sem eru allt í einu komnar með svona viðvörun um að vera óörugg, vegna þess að https certificate er útrunnið. Þetta veldur því að enginn fer lengur inn á þessar vefsíður.
Þetta eru vefsíður sem eru ekki með neinum viðkvæðum upplýsingum né eru merkilegt. T.d. vefsíður matsölustaða, maður vill fletta upp matseðlinum, t.d.: https://wokon.is/
En það eru ótal margar vefsíður sem eru orðnar svona.
Sennilega er þetta vegna þeirrar herferðar sem vefrápar eru í, að tilkynna vefsíður sem óöruggar sem eru ekki með https, og svo loka þeim ef https certificate er útrunnið.
Sennilega búa þessir aðilar ekki yfir nægilegri kunnáttu og/eða fjármunum að standa í rekstri á https síðum. Þetta krefst einhverrar tæknilegrar aðstoðar. Og hví þeir nota ekki bara http skil ég ekki.
Þannig að maður hefur séð þessa smærri aðila bara yfirgefa þessa síður og færa sig alfarið á facebook.
Maður er smá hugsi yfir þessu og framtíð vefsins, ef allir þessir smærri aðilar sjá hag sínum best borgið bara að vera á facebook og ekki standa í flóknum domain og vefsíðurekstri.
Þetta eru vefsíður sem eru ekki með neinum viðkvæðum upplýsingum né eru merkilegt. T.d. vefsíður matsölustaða, maður vill fletta upp matseðlinum, t.d.: https://wokon.is/
En það eru ótal margar vefsíður sem eru orðnar svona.
Sennilega er þetta vegna þeirrar herferðar sem vefrápar eru í, að tilkynna vefsíður sem óöruggar sem eru ekki með https, og svo loka þeim ef https certificate er útrunnið.
Sennilega búa þessir aðilar ekki yfir nægilegri kunnáttu og/eða fjármunum að standa í rekstri á https síðum. Þetta krefst einhverrar tæknilegrar aðstoðar. Og hví þeir nota ekki bara http skil ég ekki.
Þannig að maður hefur séð þessa smærri aðila bara yfirgefa þessa síður og færa sig alfarið á facebook.
Maður er smá hugsi yfir þessu og framtíð vefsins, ef allir þessir smærri aðilar sjá hag sínum best borgið bara að vera á facebook og ekki standa í flóknum domain og vefsíðurekstri.