4.5G hjá Nova
Sent: Sun 10. Mar 2019 13:49
af daremo
Hefur einhver prófað þennan nýja búnað frá þeim?
https://www.nova.is/barinn/vara/4-5g-boxhttps://www.nova.is/barinn/vara/4-5-loftbelgurEr að spá í þessu fyrir bústað foreldranna þar sem er alveg ágætt 4g nú þegar.
Fæ uþb 50Mb/s og 30ms hjá Símanum eins og er, en maður er alltaf til í meiri hraða er það ekki.
Hafið þið prófað þetta? Hvers konar hraða og ping eruð þið að fá?
Re: 4.5G hjá Nova
Sent: Sun 10. Mar 2019 15:58
af Strákurinn
Ég er einmitt að nota
https://www.nova.is/barinn/vara/4-5g-box.
Ég er í Grindavík og var að nota venjulegt 4G hjá Nova áður, þar var ég að fá í kringum 50mb niður og 20-30 upp.
Eftir að færa mig yfir í þetta "4.5G" box hjá þeim þá er ég að ná í kringum 150-190mb niður og 60-80upp nokkuð stöðugt, ég hef verið að fá 10-15ms í ping með 4.5 og minnir að það hafið verið nokkuð svipað með 4 boxinu.
Einnig er ég að taka ótakmarkað með 4.5G svo það er algör winner í mínu tilfelli þar sem næstbesti valkosturinn væri ljósnet með í kringum 50mb og svipað latency.
Re: 4.5G hjá Nova
Sent: Sun 10. Mar 2019 18:54
af wicket
Vodafone og Síminn eru bæði með 4.5G senda, þetta er bara framþróun á 4G, öflugara 4G en innan sama staðals.
Þið þurfið bara að hafa endabúnað (router,mifi, sími osfrv) sem styður þetta, LTE CAT 6 er oftast það sem þetta kallast á búnaði, eða LTE-A
Re: 4.5G hjá Nova
Sent: Sun 10. Mar 2019 19:48
af pepsico
Bæði kjánalegt og ósanngjarnt að kalla 4.5G "markaðsbrellu hjá Nova". Viðurkennt fyrirbæri út um allan heim. Hérna er kúrs frá ITU, sem þróa þessa staðla til að byrja með, sem notar þessa "markaðsbrellu hjá Nova":
https://academy.itu.int/courses//auth/j ... adband.pdf