depill skrifaði:5U er bara svo lítið, notkunarmynstur á þannig allocation erlent vs innlent skiptir smá máli ennfremur og þá bandbreiddarþörf / commitment geta á bandbreidd. Advania / Sensa / OK / Origio er öll með fínar hýsingar og yfirleitt bjóða uppá að kaupa mismunandi mikið varaafl o.s.frv. Ég á svona frekar von á því að þú sért að fara þjónusta innlendan markað þar sem að hýsingar erlendis af þessari stærðargráðu jafnvel með vélbúnaði eru yfirleitt frekar ódýrarar. Og miðað við kröfunar hljómar eins og þú sért að reyna stefna að miklum uppitíma, ennfremur giska ég að þú búir á höfuðborgarsvæðinu og ef þú þarft Disel varaafl vegna uppitímakröfu viltu jafnvel hafa þetta á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa betra aðgengi?
Co-Location markaðurinn á Íslandi er bara ekkert rosalega stór, né líklegur til að verða það. Það sem Íslensk gagnaver hafa þó getað náð hingað til lands hefur yfirleitt verið byggt á reiknigetu ( HPC, Crypto coins o.s.frv. ) það snýst nottulega að miklu leyti um að þú sért sjálfkrafa kominn með 30-35ms latency impact sjálfkrafa hvert sem þú vilt fara fyrir utan Ísland og að Ísland er bara örmarkaður.
Það þarf ekki endilega að vera á höfuðborgarsvæðinu,
Ég var reyndar að horfa á það hvort það myndi skipta máli hversu langt ég er frá sæstreng :-) kannski farinn að ofhugsa þetta , veit ekki.
5U er ekki mikið, en staðsettning á íslandi er mér mikilvægt aðalega af tveimur ástæðum, latency og viðskipi á íslenskum markaði.
Sem dæmi þá finn ég lag á símkerfum sem eru hýst erlendis.
Böggar ekki viðskiptavini , en ég tek eftir því..
Einnig finnst mér réttast að setja AS hér á íslandi af svo mörgum ástæðum.
En satt best að segja þá held ég að ég muni spara mér pening á að flytja margar af mínum þjónustum til íslands.... hellingur af sýndarvélum kosta sitt, þó þær séu erlendis.
Það er alltof dýrt að leigja sýndarvélar af íslenskum gagnaverum,,, svo eina sem ég sé rétt í þessu er colocation.
Hljómar eins og þér finnist þetta vera slæm hugmynd hjá mér ?