Síða 1 af 1
Sjónvarp Vodafone á ljósleiðara mílu.
Sent: Þri 08. Jan 2019 20:32
af siggijo
Ég er að notast við minn eigin router, asus dsl-ac68u og hefur hann virkað fínt á ljósnetinu.
Ég var loksins að fá ljósleiðara og nú virkar netið fínt, en hvergi get ég fengið aðstoð við að setja upp sjónvarpið.
Kannast einhver við þennan tiltekna router og getur aðstoðað mig?
Re: Sjónvarp Vodafone á ljósleiðara mílu.
Sent: Þri 08. Jan 2019 20:57
af hordur
Tengiru ekki myndlykilinn bara beint í ljósleiðara boxið ?
Re: Sjónvarp Vodafone á ljósleiðara mílu.
Sent: Mið 09. Jan 2019 07:50
af siggijo
Þeir vilja meina að þetta eigi að fara í gegnum router.
Ég veit að á ljósleiðara Gagnaveitunar fer þetta bara í gegnum boxið og ekkert vesen með routerinn.
Míla er að ég held að nota aðra týpu af ljósleiðara en gr.
Re: Sjónvarp Vodafone á ljósleiðara mílu.
Sent: Mið 09. Jan 2019 08:13
af Baraoli
Það er einhver misskilningur. Ef þú ert með þinn eigin router er best að stinga myndlykli beint í samband við ljósleiðaraboxið.
Re: Sjónvarp Vodafone á ljósleiðara mílu.
Sent: Mið 09. Jan 2019 15:35
af kjartanbj
Eitthvað las ég um daginn að það væru búið að breyta því hjá Mílu að maður yrði að fara gegnum router, var ekki þannig amsk þegar ég prófaði sjónvarp símans sem virkaði alls ekki velhjá mér þannig ég sagði því bara upp
Re: Sjónvarp Vodafone á ljósleiðara mílu.
Sent: Mið 09. Jan 2019 16:14
af HringduEgill
Bæði er hægt að fara beint í gegnum ljósleiðaraboxið hjá Mílu sem og að tengjast router, svo lengi sem hann er uppsettur fyrir sjónvarp Vodafone / Símans.