Síða 1 af 1

Unifi bras

Sent: Þri 04. Des 2018 22:32
af peturm
Sælir vaktarar

Ég er í skrítnu brasi með Unifi.

Málið er semsagt að ég er með EdgeRouter X, Unifi AP AC Pro og CloudKey.
Þetta hefur allt virkar fullkomalega síðan ég setti þetta upp.
Núna var ég svo að selja íbúðina og kaupandinn vildi kaupa af mér búnaðinn.

Ég flyt hún og hann inn - Hann flytur netið sitt og ég kíki við hjá honum áðan til að koma honum af stað með þetta.
Þá kemur það skrítna. Ég er með flott netsamband á fartölvunni minni. Ring Dyrabjallan er í netsambandi, tabletið á veggnum er í netsambandi en ég kem engum öðrum tækjum á netið, ekki símanum mínum né nokkru öðru tæki.

Þessi tæki geta tengst AP en án netsambands og CloudKey sést ekki út á internetið en get configað hann locally af fartölvunni minni.
Einhverjar hugmyndir?

Re: Unifi bras

Sent: Þri 04. Des 2018 22:59
af pepsico
Hljómar eins og DHCP vandamál, sambærilegt við að installa Windows með drif önnur en stýrikerfisdrifið tengd og svo fer allt í rugl þegar þú tekur eitt af þeim í burtu því að boot managerinn var á því drifi. Hér, eins og með það vandamál, myndi ég bara setja allt upp aftur án þess að nota þín eigin tæki því það hljómar eins og minnsta vesenið. Einhverjir snillingar hérna vita kannski hvernig þetta væri fljótlegar leyst en ekki veit ég það.

Re: Unifi bras

Sent: Mið 05. Des 2018 19:15
af BugsyB
hvernig er router auðkenndur? hvaða fyrirtæki varst þú hjá hvaða fyrirtæki er nyji eigandin hjá??? Best bara að factroy reseta dótinu og byrja uppá nýtt.