Síða 1 af 1
Vírus vandamál
Sent: Sun 27. Mar 2005 22:00
af Birk
Er einhver vírus í gangi núna sem hegðar sér eins og blast vírusinn gamli. Þ.e. tölvan endurræsist alltaf.
Einnig fæ ég tvö villu skilaboð við ræsingu, isass.exe og vandamál með shell.
Sorry ef þetta er eitthvað ónákvæmt en ég er flýta mér áður en tölvan endurræsist aftur.
Ég er búinn að keyra aftur forritið sem notað var á blast vírusinn en ekkert breytist.
Þetta vandamál byrjaði eftir ég sótti mér uppfærslu á AntiVir.
Ef einhver hefur einhver ráð þá væri það vel þegið
Kveðja
Birkir
Sent: Mán 28. Mar 2005 01:48
af Mysingur
ég er búinn að lenda í því tvisvar nsíðan í gær að tölvan restartar sér meðan ég er í cs
gæti alveg verið bara eitthvað vélbúnaðartengt
Sent: Mán 28. Mar 2005 10:31
af Predator
Birk þetta kom líka fyrir þegar frændi minn sótti sér Antivir. Slökktu bara á Antivir um leið og þú kveikir á tölvuni og uninstallaðu því bara og þá ætti þetta að hætta og prófaðu líka að nota housecall ég man ekki linkin á það en kannski eitthver annar viti hann.
Sent: Mán 28. Mar 2005 14:19
af Stutturdreki
Eitthvað við AntiVir sem ég var ekki að fíla, lenti samt aldrei í svona veseni.
http://www.trendmicro.com er vefur fyrirtækisins sem býður upp á Housecall.
Getur líka náð í
Avast sem margir hafa mælt með hérna á vaktinni.
Sent: Mán 28. Mar 2005 14:54
af Snorrmund
Veit um eina tölvu sem hegðar sér svona.. Slekkur bara alltaf alltíeinu á sér.. restartast ekki.. veit einhver hvað það er? Hún er með lyklapétur..
Sent: Mán 28. Mar 2005 18:22
af Stutturdreki
Ekki endilega vírusvörnin sem veldur svona vandræðum
Sent: Mán 28. Mar 2005 18:51
af Snorrmund
ég veit.. en ég er að spá hvort einhver viti hvað vandamálið er? hún slekkur alveg á sér.. og manneskjan sem að á hana var eitthvað að tala um að virusvörnin væri biluð
Sent: Fim 31. Mar 2005 12:01
af Mr.Jinx
Ég er með Avast og er mjög sáttur og öruggur og mæli með þvi.