Síða 1 af 1

Linux GeForce Driver,, Hjálp

Sent: Lau 26. Mar 2005 09:34
af DoRi-
Jæja, datt í hug að boota Fedora3 upp aftur, en vantar driverinn fyrir kortið mitt (Sparkle Geforce Fx5600), náði í driverinn, og fylgdi uppsetnuingar hjálpinni á http://www.nvidia.com en þegar ég skrifaði "Type "sh NVIDIA-Linux-x86-1.0-7167-pkg1.run" to install the driver," (í terminal) þá kom að sá fæll væri ekki til/fannst ekki :?

Getur einhver hjálpað mér

Sent: Lau 26. Mar 2005 10:50
af Gothiatek
Hef reyndar ekki sett upp þennan driver, en grunar að skráin sé ekki executable.
Prófaðu

Kóði: Velja allt

chmod 755 NVIDIA-Linux-x86-1.0-7167-pkg1.run
og síðan "sh NVIDIA-Linux-x86-1.0-7167-pkg1.run".
Ef það virkar ekki getur þú líka prófað að keyra skránna beint

Kóði: Velja allt

./NVIDIA-Linux-x86-1.0-7167-pkg1.run

það ætti að vera hægt...

Sent: Lau 26. Mar 2005 11:28
af MezzUp
Prófaðu þetta sem Gothiatek sagði, en ef það virkar ekki:
Gætirðu póstað villuskilaboðunum sem þú færð.
Og fyrirgefðu ef ég vanmet þig, en ertu örugglega í möppunni með þessa skrá? Og heitir fællinn örugglega þetta? Getur prófað að skrifa 'sh NIV' og ýta á [TAB] og þá ætti rétt nafn á skránni að koma.

Sent: Lau 26. Mar 2005 12:14
af DoRi-
hehe, mátt alveg vanmeta mig,, en ég fór bara í applications og síðan í terminal :s

kann ekki mikið á linux en langar að spila nokkra leiki,, Linux Style :D


EDIT: Fælinn er bara á desktoppinu

Sent: Lau 26. Mar 2005 12:21
af DoRi-
MezzUp skrifaði:Getur prófað að skrifa 'sh NIV' og ýta á [TAB] og þá ætti rétt nafn á skránni að koma.


hmm, gerði það en virkaði ekki

Sent: Lau 26. Mar 2005 12:31
af MezzUp
Hmm, ef að hann er á desktoppinu þarftu líklega að fara í þá möppu. Ef að þú ert með KDE(veit ekki með Gnome) skaltu fara í skel(a.k.a terminal) og skrifa 'cd Desktop' og síðan 'sh NIV' og smella á [TAB] og þá ætti nafnið á skránni að koma og þá ýtirðu á [Enter] og uppsetningin hefst

En hérna, ég held að þú þurfir síðan að breyta XF86Config skránni, þú vissir það?

Sent: Lau 26. Mar 2005 12:39
af DoRi-
náðir að gera þetta á "dori-" usernum mínum, en þá varð ég að færa mig yfir í "root" til að þetta myndi virka,, og núna næ ég þessu ekki (búinn að downloada aftur)

Sent: Lau 26. Mar 2005 12:41
af DoRi-
jei náði að komast eitthvað áfram í installinu, en ég þarf að slökkva á "x-server" ,,hvað sem það nú er

Sent: Lau 26. Mar 2005 12:57
af MezzUp
DoRi- skrifaði:jei náði að komast eitthvað áfram í installinu, en ég þarf að slökkva á "x-server" ,,hvað sem það nú er
Það er það sem keyrir gluggaumhverfið. Farðu bara í skelina og skrifaðu 'init 3' og þá detturðu í „alvöru Linux“ umhverfi, þ.e. engir gluggar eða álíka. Bara skel(terminal) sem tekur allan skjáinn og þar geturðu keyrt installið, og síðan skrifarðu 'init 5' til þess að fara í þetta venjulega gluggaumhverfi.*

En hvað þurftirðu að gera til þess að komast í installið?
Veistu að þú þarft að breyta XF86Config skránni?

Þegar þú ert búinn að setja upp driverinn og tölvan er að nota hann þá færðu upp svona fancy nVidia logo rétt áður en login skjárinn kemur.

* Ég veit að hann gæti kill'að X og síðan startx, en fannst þetta einfaldara og þægilegra.

Sent: Lau 26. Mar 2005 13:18
af DoRi-
hmm, gerði init 3og þá kom eitthvað msg sem var að kvarta yfir low system memory ðea eitthvað.. og var alltaf að enda eitthvað kem kallast hotplug,, náði ekki að gera neitt í "init 3" mode

reyni aftur í kveld

Sent: Lau 26. Mar 2005 14:58
af tms
Er ekki einhver rpm pakki sértaklega fyrir Fedora Core 3 ?
Það er nú ekkert lítið mál að installa driver svona manually fyrir nýbyrjenda :P

Sent: Lau 26. Mar 2005 17:56
af gnarr
DoRi- skrifaði:
MezzUp skrifaði:Getur prófað að skrifa 'sh NIV' og ýta á [TAB] og þá ætti rétt nafn á skránni að koma.


hmm, gerði það en virkaði ekki



líklega virkaði það ekki vegna þess að þú áttir að skrifa "sh NVI" en ekki "SH NIV" ;)

Sent: Lau 26. Mar 2005 20:33
af DoRi-
þegaer ég fer í "init 3" mode þá byrjar tölvan bara að killa einhverja processa í lengri tíma.. og ég get ekki bgert neitt á meðan..

Sent: Sun 27. Mar 2005 22:25
af DoRi-
tölvan hættir eindfaldlega ekki að killa processa,, ég get ekki gert eitt né neitt á meðan,,

any help?

Sent: Sun 27. Mar 2005 22:28
af Predator
ctrl+alt+f5 minnir mig prófaðu það :)

Sent: Mán 28. Mar 2005 15:00
af DoRi-
e fann Þetta gerði það en kom eitthvað kernel vandamál :?

Sent: Mán 28. Mar 2005 16:10
af MezzUp
DoRi- skrifaði:e fann Þetta gerði það en kom eitthvað kernel vandamál :?
Hmm, afhverju notarðu þessar leiðbeiningar. Gengur venjulega aðferðin ekki hjá þér?
En hérna, hvað fórstu langt í þessum leiðbeiningum? Komu einhverjar villur á leiðinni? Hvaða kernel vandamál kemur upp? Kemstu í Linux?
Ég sá að í þessum leiðbeiningum er talað um RPM pakka, ertu eitthvað búinn að skoða það?


Og mundu nú að vanda póstana. 'eitthvað kernel vandamál' segir mér ekki beint mikið :)

Sent: Fös 08. Apr 2005 18:14
af DoRi-
pośta myndum af error msg bráðlega