Síða 1 af 1

µTorrent Vandræði, er þetta Hringdu?

Sent: Fim 15. Nóv 2018 16:24
af Moquai
Góðan dag/kvöld.

Ég vona að ég hafi sett þetta í réttann dálk hér, ég er að velta því fyrir mér afhverju ég næ ekki að downloada neinu á µTorrent.

Vissulega svona mál hefði ég googlað, beðið um stund, jafnvel prufað að skipta um DNS eða eitthvað svoleiðis bull.
Allt af þessu ofangreindu hef ég reynt en er engu nær, núna hafa örugglega liðið 5 dagar og ég get ekki ennþá náð að downloada nokkrum sköpuðum hlut.

Ég er að tala um af PirateBay, ég er búinn að prufa í kringum 6-7 mismunandi torrent, sum með hundruði manna að deila.

Hvað í ósköpunum getur verið í gangi, er einhver annar að lenda í þessu?

edit : Ef það breytir einhverju, þá er ég bara fastur á "Finding Peers", og mér tekst að downloada frá íslenskum IP tölum.

Re: µTorrent Vandræði, er þetta Hringdu?

Sent: Fim 15. Nóv 2018 16:56
af HringduEgill
Moquai skrifaði:Góðan dag/kvöld.

Ég vona að ég hafi sett þetta í réttann dálk hér, ég er að velta því fyrir mér afhverju ég næ ekki að downloada neinu á µTorrent.

Vissulega svona mál hefði ég googlað, beðið um stund, jafnvel prufað að skipta um DNS eða eitthvað svoleiðis bull.
Allt af þessu ofangreindu hef ég reynt en er engu nær, núna hafa örugglega liðið 5 dagar og ég get ekki ennþá náð að downloada nokkrum sköpuðum hlut.

Ég er að tala um af PirateBay, ég er búinn að prufa í kringum 6-7 mismunandi torrent, sum með hundruði manna að deila.

Hvað í ósköpunum getur verið í gangi, er einhver annar að lenda í þessu?

edit : Ef það breytir einhverju, þá er ég bara fastur á "Finding Peers", og mér tekst að downloada frá íslenskum IP tölum.


Sæll vinur.

Ef ég man rétt þá geturðu ekki downloadað neinu með utorrent ef upload er stillt á 0 kb/s. Tékkaðu á því. Annars mæli ég frekar með Deluge á Windows.

Re: µTorrent Vandræði, er þetta Hringdu?

Sent: Fim 15. Nóv 2018 17:26
af ChopTheDoggie
Ég er í Hringdu og ég næ að hlaða niður torrents með engu vandamáli

Re: µTorrent Vandræði, er þetta Hringdu?

Sent: Fim 15. Nóv 2018 17:52
af Moquai
Ég er nefnilega að uploada öllum fyrri torrentunum mínum á fullu, sem gerir þetta enn furðulegra, og þá er þetta greinilega ekki ISP vandamál.

Ætla prufa þetta Deluge, takk fyrir ábendinguna.

Edit : Þetta virkaði strax í Deluge, þetta er eitthvað vandamál með µTorrent sjálft, takk kærlega.

Re: µTorrent Vandræði, er þetta Hringdu?

Sent: Fim 15. Nóv 2018 18:24
af braudrist
Mæli með qBittorrent, µTorrent er sorp.

Re: µTorrent Vandræði, er þetta Hringdu?

Sent: Fim 15. Nóv 2018 19:24
af Viktor
uTorrent er bloatware rusl, notaðu qBittorrent

Re: µTorrent Vandræði, er þetta Hringdu?

Sent: Fös 16. Nóv 2018 00:52
af worghal
uTorrent er líka illa uppfært og endar alltaf með minnisleka.

Re: µTorrent Vandræði, er þetta Hringdu?

Sent: Fös 16. Nóv 2018 00:55
af kizi86
mæli mest með deluge eða tixati <<< tixati er déskotans snilld

utorrent hefur ekki gert góða útgáfu síðan 2.2.1 (er reyndar enn hægt að sækja hana á oldapps og virkar fínt)