Síða 1 af 1

RapidBay - self hosted torrent streymiþjónusta

Sent: Þri 13. Nóv 2018 18:20
af HauxiR
Hver kannast ekki við að langa til að horfa á e-ð en það er bara ekki til á netflix/prime/plex whatever og þurfa þá að fara á piratebay eða spammandi streaming síður og finna það sem manni vantar.
Síðan kemur vesenið að koma þessu yfir í sjónvarpið/appletvið/chromecastið.

Til að leysa þetta henti ég í smá project: RapidBay

Pælingin er að gera þetta að mun þægilegra ferli:

1. Opna vefsíðu á síma/tablet/tölvu
2. Leita að efni og velja
3. Bíða meðan vefþjónustan sækir efnið gegnum torrent og convertar því í hentugt form fyrir hin helstu tæki
4. Spila efnið eða casta því yfir í AppleTV/Chromecast/whatever

Mynd
Gerði þetta aðallega fyrir sjálfan mig en langaði að deila þessu hér ef e-r skyldi vilja nota þetta ;)

Hægt að skoða projectið hér:
https://github.com/hauxir/rapidbay

Re: RapidBay - self hosted torrent streymiþjónusta

Sent: Mið 26. Maí 2021 23:20
af HauxiR
Búinn að uppfæra þetta töluvert, meðal annars kominn binge watch fítus, integration með Jackett ofl.
Einnig komið docker image fyrir raspberry pi 4 ;)

Re: RapidBay - self hosted torrent streymiþjónusta

Sent: Fim 27. Maí 2021 08:48
af Dropi
Fylgist spenntur með þessu

Re: RapidBay - self hosted torrent streymiþjónusta

Sent: Fim 16. Sep 2021 16:10
af HauxiR

Re: RapidBay - self hosted torrent streymiþjónusta

Sent: Mið 14. Sep 2022 12:46
af HauxiR
Kominn stuðningur við real debrid til að speeda upp downloadum enn meir!