Hjálp Oki Microline 590 Elite
Sent: Fös 09. Nóv 2018 19:54
af Gunnar1986
Er að reyna að tengja Oki Microline 590 Elite nálaprentara við tölvuna hjá mér og það gengur ekkert... fór í computer.is og keypti nýjan kapal en ekkert gerist.... hann prentar test page en bara finn hann ekki í tölvunni.. driver vesen kannski? búin að reyna finna driver en finn ekkert... er með windows 8.1 64bit
Re: Hjálp Oki Microline 590 Elite
Sent: Fös 09. Nóv 2018 20:33
af Njall_L
Oki virðast bara gefa út driver fyrir þennan prentara fyrir Windows 7 og eldri stýrikerfi
http://my.okidata.com/PP-ML590.nsf?opendatabaseHvaða paralell kort/stýringu ertu að nota? Ertu viss um að hún sé með stuðning við Windows 8/8.1? Hefur þú tök á að prófa prentarann í W7 eða eldra OS?
Re: Hjálp Oki Microline 590 Elite
Sent: Fös 09. Nóv 2018 20:42
af mainman
Það getur verið að mér skjátlist en mig minnir,að þessi prentari sé bara pure dos prentari.
Það þarf þá ekki driver fyrir hann heldur keyrir hann bara á gömlu prnt ltp1 skráarnafn.txt skipuninni.
það er ekki beint dos kerfi í win 8.1 þar sem það kerfi keyrir ekki lengur á dos grunni eins og t.d. win xp og eldri kerfi gerðu.
Þó gæti virkað að senda þessa skipun á hann en þú yrðir að setja upp autoexec.bat og config.sys með réttu codepage til að fá íslenska letrið í gang.
Minnir samt.að ég hafi einhvern tíman séð einhvern hugbúnað sem gat líkt sett upp einhvern windows driver sem transleitaði yfir í dos kerfið.
Gangi,þér vel með þetta.