Er með Zyxel P-600 series og Speedtouch ST585 og langar að hafa annan þeirra sem þann sem er tengdur við xDSL Internet en hinn til að framlengja því Interneti sem WiFi í húsinu mínu.
Einhverjar hugmyndir?
Nota gamla routera sem "extender" eða í versta falli access point
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1085
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 91
- Staða: Ótengdur
Nota gamla routera sem "extender" eða í versta falli access point
Síðast breytt af netkaffi á Þri 11. Sep 2018 21:25, breytt samtals 1 sinni.
Re: Nota router sem "extender" eða í versta falli access point
Það er nóg á sumum routerum að tengja úr LAN1 á aðal router í LAN1 á second router. Fara svo inná second router og slökkva á DHCP. Og breyta svo SSID í sama og er á aðal routernum. Þetta virkar allavega t.d með tvo eins Huawei frá Vodafone og Hringdu skilst mér. Veit ekki með þessar týpur sem þú ert með.
-
- Fiktari
- Póstar: 93
- Skráði sig: Þri 16. Jún 2015 17:59
- Reputation: 17
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nota router sem "extender" eða í versta falli access point
Ef þú slekkur á DHCP og NAT á seinni routernum (eða stillir á „bridge mode“ ef það er í boði) og tengir hann við þann sem er tengdur við xDSL (LAN-LAN) geturðu notað seinni routerinn sem aðgangspunkt. Þú getur líklega ekki notað hann sem extender því til þess þarf hann að geta bæði tengst Wi-Fi neti og búið það til. Fæstir sambyggðir routerar með sviss og AP geta tengst Wi-Fi netum.
Reynir Aron
Svona tölvukall
Svona tölvukall
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 960
- Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
- Reputation: 25
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nota router sem "extender" eða í versta falli access point
Þetta er nú svolítið gamall búnaður, væri ekki galið að skipta þessu út í heilu lagi.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1085
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 91
- Staða: Ótengdur
Re: Nota router sem "extender" eða í versta falli access point
Ef hann virkar, þá er mér skítsama. Nema að ég sé að missa af einhverjum þægilegum fídusum, er það?
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 960
- Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
- Reputation: 25
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nota router sem "extender" eða í versta falli access point
Þetta er náttúrulega mjög úreltur búnaði með tilliti til öryggissjónarmiða. WAP dulkóðun á WiFi en þú gætir alveg eins haft netið þitt bara galopið.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: Nota router sem "extender" eða í versta falli access point
Er ST585 ekki 802.11bg? ss bara 54Mbit.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1085
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 91
- Staða: Ótengdur
Re: Nota router sem "extender" eða í versta falli access point
Ég er með unlimited download og hef ekkert að fela.
Edit: nema kreditkortainfo og log-ins í accounts.
Edit: nema kreditkortainfo og log-ins í accounts.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nota gamla routera sem "extender" eða í versta falli access point
Svona setup getur líka bara verið til trafala. Segjum t.d að síminn þinn sé tengdur við annan punktinn en með mjög lélegt samband. Þá er ekkert víst að hann hoppi yfir á hinn þó þú sért nær honum. Hann gæti hangið á lélega sambandinu á meðan það er þó til staðar. Svo gætirðu þurft að slökkva á WIFI og kveikja aftur til að tækið tengist punktinum sem er nær þér.
Þetta er fjósasetup ;-) Don't bother.
Þetta er fjósasetup ;-) Don't bother.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Nota router sem "extender" eða í versta falli access point
arons4 skrifaði:Er ST585 ekki 802.11bg? ss bara 54Mbit.
Jú og P600 líka. netkaffi kaupti þér almennilegt setup, annað hvort vírað ( preferred ) eða mesh. Þótt þú fattar það ekki áttu að klappa þér á bakið á árs fresti og hrósa þér fyrir að hafa ekkert þurft að pæla í þessu.
Ég "þarf" að "reka" 4 svona þráðlaus netkerfi. Eitt hjá fyrirtæki foreldra minna, eitt hjá foreldrum mínum, eitt hjá systur minni og eitt heima hjá mér.
Fyrirtæki foreldra minna er Cisco 887VM + UniFi setup ( bara VDSL í boði ), foreldrar mínir eru EdgeRouter + UniFi switch + UniFi vírað + vírað setup, systir mín er AmpliFi og ég er hé AmpliFi ( við systkinin búin í minna húsi en foreldranir ).
Og bara það að ég heyri eiginlega aldrei í þeim ( og konan mín er heimavinnandi ) ( út af þessu allavega ) segir mér að þetta sé rétt setup. Ekki gera þér vesen bara af því það er "ódýrara" in the long term verður þetta meiri leiðindi.
Re: Nota gamla routera sem "extender" eða í versta falli access point
hagur og depill segja í raun allt sem segja þarf. Best að losa sig við þessa forngripi og fá sér nýrri búnað.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1085
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 91
- Staða: Ótengdur
Re: Nota gamla routera sem "extender" eða í versta falli access point
Sjáum til. Ég hef líka gaman af því að prófa og nota gamalt drasl, sérstaklega ef það er eitthvað gamalt sem átti ekki að virka saman. Það eru vídjó af gaurum á Youtube sem gera það, og mér finnst gaman að horfa á þau líka. Það tók mig sólarhring að setja AOSP á gamla Android símann hennar ömmu, en það var helvíti satisfying þegar það loks tókst. Þá gat ég sett upp Google Home á honum og sett upp hátalarann (gat ekki sett það upp á eldra Android). Ég er algjör endurnýtingarpervert þó ég sé latur í því. En er líka heitur fyrir því nýjasta samt.
https://www.youtube.com/watch?v=iT1l8Dcjb1Y&t=666s
https://www.youtube.com/watch?v=SV23UNt-H2E&t=460s
https://www.youtube.com/watch?v=nduMTX86Zl0
En talandi um WiFi græjur, hvernig væri Google Mesh? Ég sá það var einhver að auglýsa það til sölu hérna á vaktin og gaf þá stöðu að það virkaði eins og auglýst.
https://www.youtube.com/watch?v=iT1l8Dcjb1Y&t=666s
https://www.youtube.com/watch?v=SV23UNt-H2E&t=460s
https://www.youtube.com/watch?v=nduMTX86Zl0
En talandi um WiFi græjur, hvernig væri Google Mesh? Ég sá það var einhver að auglýsa það til sölu hérna á vaktin og gaf þá stöðu að það virkaði eins og auglýst.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1085
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 91
- Staða: Ótengdur
Re: Nota gamla routera sem "extender" eða í versta falli access point
En ef einhver á betri router græjur handa mér, þá er það vel þegið.