Síða 1 af 1

Ubiquiti Controller pælingar

Sent: Lau 09. Jún 2018 16:04
af Hjaltiatla
Sælir/Sælar

Smá pæling er varðar uppsetningu á Ubiquiti búnað á einni hæð í skrifstofurými.

Er með Edgerouter lite, Unifi 16 x porta switch og 1 stk UniFi AP AC Pro sem ég ætla að nota og þyrfti að setja upp Controller til að stýra búnaðinum miðlægt.

Er eitthvað meira value í því að setja upp UniFi Cloud Key vs það að setja upp raspberry pi með controllernum uppsettum?

Re: Ubiquiti Controller pælingar

Sent: Lau 09. Jún 2018 16:46
af arons4
Skiptir svosem ekki miklu, en edgerouterinn fer ekki inná unifi controllerinn.

Re: Ubiquiti Controller pælingar

Sent: Lau 09. Jún 2018 16:51
af Hjaltiatla
arons4 skrifaði:Skiptir svosem ekki miklu, en edgerouterinn fer ekki inná unifi controllerinn.


Ok, þá hendi ég þessum controller uppá raspberry pi / Raspbian stretch lite, þetta er bara tímabundin aðstaða þangað til þetta húsnæði verður fiber tengt við okkar aðal netkerfi.Get þá allavegana notað Pi-inn aftur (erum með Annan controller á okkar aðal netkerfi).

Gott að vita með routerinn, router-inn er skaffaður af Hringdu (fyrirtækjaþjónustan þeirra) en ég sé um rest.

Re: Ubiquiti Controller pælingar

Sent: Fim 21. Jún 2018 10:11
af Icarus
Controllerinn þarf ekki að vera LAN tengdur, svo ef ykkar aðal controller er opinn út á netið geturðu notað hann fyrir þessa uppsetningu líka.

Re: Ubiquiti Controller pælingar

Sent: Fim 21. Jún 2018 12:49
af Hjaltiatla
Icarus skrifaði:Controllerinn þarf ekki að vera LAN tengdur, svo ef ykkar aðal controller er opinn út á netið geturðu notað hann fyrir þessa uppsetningu líka.


Aðal controllerinn eingöngu LAN tengdur.