Held að þetta Windows Terminal app haldist í hendur við það að MS sé að bæta inn Linux kernel í WSL til að styðja við fleiri feature-a sem forritarar eru að leitast eftir, þ.e t.d að geta keyrt Container-a (Þ.e er ekki einhverja Windows containera heldur alvöru stöffið) og fleira.
Linux subsystem leyfir þér að keyra lightweight version af Linux distro-um, Ekki Windows stýrikerfið sjálft.
Þetta Terminal App á að vera miðlægur staður til að keyra Powershell,cmd og Windows Subsystem for Linux í stað þess að flakka á milli.
Þetta mun einfalda einhverjum lífið en mun eflaust ekki bjóða uppá X forwarding t.d til að tengjast GUI á Linux vélum (Margir sem tengjast KVM umhverfum á þann máta) og hafa þurft að nota Xming + PuTTY til að vinna í kringum það.
Edit:
Dæmi: Hérna er ég remotely tengdur við Virt-manager á RHEL 7 vél með að nota X forwrding í gegnum BASH á Centos7 vél
En mér persónulega finnst þetta ágætt en mun ekki sjálfur skipta yfir (keyri þá bara upp Windows 10 í Virtualbox ef ég þarf þess).
Annars er kóðinn hérna á Github:
https://github.com/microsoft/Terminal