Síða 1 af 1
Setja upp static route á HG659 Vodafone router
Sent: Þri 03. Apr 2018 18:14
af dandri
Hæ ég er að reyna að setja upp static route á layer 3 switch heima en ég get ekki séð að það sé hægt þegar ég tengi mig inn á router managementið með admin réttindum.
Ég hringdi í Vodafone í dag og þeir vildu ekki breyta þessu remotely frá þeim en sögðu að þetta væri hægt en ég hef ekki fundið neina leið með gúggli.
Hefur einhver hérna reynslu af þessu?
Er eina vitið að kaupa nýjan router sem skilur VLANS og bíður upp á að setja upp static routes?
Re: Setja upp static route á HG659 Vodafone router
Sent: Mið 04. Apr 2018 01:17
af russi
Þekki ekki þennan router, en hjá Vodafone eru oft 3 userar til að logga sig inná router, það bara user, svo admin sem er svona fyrir fólk með kunnátu og svo er superuser(mismunandi login-names) sem geta meira, var þannig með einhverjar týpur hjá þeim og ekkert ólíklegt að það svo en.
Sá passwordinu póstað einvern tíman alveg örugglega á vaktinni.
Það sem þú gætir reynt væri að hringja í fyrirtækja-símann(5999-500) á morgun og reynt að tala við þá, þeir hafa meiri þekkingu á þessu og gætu í versta falli sagt nei og besta falli hjálpað þér með leiðbeiningum. Kæmi mér ekki á óvart að þeir sem þú varst að tala við viti af þessu en hafa ekki þekkinguna á því.
Re: Setja upp static route á HG659 Vodafone router
Sent: Lau 20. Apr 2019 19:19
af magnusd
Gamall þráður, en fannst lausn á þessu? Er að lenda í veseni með Netflix DNS þjónustu og þarf static IP routing.
Re: Setja upp static route á HG659 Vodafone router
Sent: Lau 20. Apr 2019 19:29
af dandri
Já ég keypti mér minn eiginn router, mæli gjörsamlega með því. Hundleiðinlegt hversu mikið af stillingum og fídusum er lokað á af Vodafone