Síða 1 af 1

Hvaða símafyrirtæki, gígabit tenging ótakmarkað gagnamagn

Sent: Mið 21. Feb 2018 15:13
af C2H5OH
Jæja núna er maður að fara að flytja á nýjan stað og þarf víst að fara að kaupa internet,(ekkert háskólanet lengur)
Ákvað að gera smá verðkönnun á gígabit tengingu ótakmarkað gagnamagn:

Hringdu: 6990 kr + aðgangur að ljósi
Vodafone: 6990 kr + aðgangur að ljósi
Hringiðan: 7990 kr + aðgangur að ljósi
Símafélagið: 8000 kr + aðgangur að ljósi
365: 6290 kr + aðgangur að ljósi

Er ég að gleyma einhverjum földum gjöldum eða er 365 með ódýrasta internetið á markaðnum í dag ? einhver ástæða fyrir því að vera ekki í viðskiptum við þá ?

Re: Hvaða símafyrirtæki, gígabit tenging ótakmarkað gagnamagn

Sent: Mið 21. Feb 2018 15:25
af GuðjónR
Má maður ekki nota sinn eigin router hjá Vodafone? :shock:

Re: Hvaða símafyrirtæki, gígabit tenging ótakmarkað gagnamagn

Sent: Mið 21. Feb 2018 15:44
af Hizzman
eru internet-fyrirtækin að veita upplýsingar um hversu vel þau eru tengd til útlanda?

vegna stærðar er vodaf sennilega með sverustu pípurnar, en það er bara ágiskun

Re: Hvaða símafyrirtæki, gígabit tenging ótakmarkað gagnamagn

Sent: Mið 21. Feb 2018 15:50
af C2H5OH
GuðjónR skrifaði:Má maður ekki nota sinn eigin router hjá Vodafone? :shock:


heyrðu my bad það var víst hægt að íta á pínulítið x til að eyða honum út úr pöntuninni :fly

Re: Hvaða símafyrirtæki, gígabit tenging ótakmarkað gagnamagn

Sent: Mið 21. Feb 2018 15:56
af ColdIce
Ég var farinn að hringja daglega í 365 því netið var aaaaalltaf að detta út. Fannst það ekki réttlæta lágt verð svo ég færði mig.

Re: Hvaða símafyrirtæki, gígabit tenging ótakmarkað gagnamagn

Sent: Mið 21. Feb 2018 17:59
af ZiRiuS
Hizzman skrifaði:eru internet-fyrirtækin að veita upplýsingar um hversu vel þau eru tengd til útlanda?

vegna stærðar er vodaf sennilega með sverustu pípurnar, en það er bara ágiskun


Hef verið með ljós hjá Hringdu, Símafélaginu, Hringiðunni og Vodafone og Vodafone eru klárlega með besta routing út allavega (af minni reynslu allavega). Hringdu voru leiðinlegir í pingi í leikjum (tek fram að það er örugglega ár síðan ég var síðast hjá þeim). Símafélagið og Hringiðan voru svipaðir nema að einhverri ástæðu höndlaði línan þeirra ekki Twitch. Ég veit ekki hversu lengi ég klóraði mér í hausnum yfir því og átti mörg löng samtöl við þá, en í lokin reyndi Símafélagið að klína þessu vandamáli á mig, að tölvan mín eða eitthvað væri að valda þessu, hló mjög af því, því þegar ég var á ljósneti hjá Hringdu virkaði Twitch fínt, svo ég hætti hjá þeim en lenti svo í sama veseni hjá Hringiðunni, þá svitnaði ég smá... En svo fór ég til Vodafone og þá snarlækkaði næstum allt ping á leikjaserverum og Twitch vandamálið varð úr sögunni og ég held að netið mitt hafi aldrei dottið niður, allavega ekki í laaaangan tíma, svo ég mæli með þeim.

Re: Hvaða símafyrirtæki, gígabit tenging ótakmarkað gagnamagn

Sent: Fim 22. Feb 2018 15:33
af Dr3dinn
Pípurnar eru mjög mismunandi eftir aðilum. Svaka munur á voda + síminn vs minni félögin.

90% af fólki finnur samt ekki fyrir þessu en það eru margar aðrar breytur líka sem peer samningarnir milli aðila osfr osfr. (prófið til gamans að speedtesta til grænlands)

Oft eru serverarnir sem við erum að vinna á móti algjört drasl og þeir eru vandamálið en ekki .is. - gleymum stundum að mikið af búnaði í evrópu er nú ekki upp á marga fiska þótt íslenski búnaðurinn sé það.